02.05.2007 18:19

Barnapía.



369. "Geturðu passað afabörnin í smá stund?"
Það var hún Arna Rut sem var í símanum.
Mér finnst hið bestra mál að geta orðið að liði á slíkum stundum og auðvitað vildi ég það.
En það er auðvitað spurning hvort ég kann að vera barnapía, því maður ryðgar nú í þeim fræðum eins og öðrum þegar árin líða.
"Jú, jú, á ég að koma strax?"
" Nei komdu klukkan hálffjögur. Þú getur bara farið með þau í bíltúr."
Við vissum bæði hvað það þýddi og þessi hvatvísa og ófeimna stelpa hló glettnislega og spurði hvort ég myndi nokkuð gleyma hvað tímanum liði, en ég kvaðst vilja láta reyna á hversu mikið eða lítið kalkaður ég væri orðinn.
Ég klikkaði ekki á mætingunni, a.m.k. ekki að þessu sinni, og stólunum var komið fyrir í aftursætinu á Micrunni og svo var lagt af stað í bíltúrinn.
Og eins og búast mátti við leið ekki á löngum tíma þar til allt var orðið hljótt í aftursætinu. Það þurfti því ekki mikið fyrir hlutunum að hafa og það dróst að ég yrði kallaður til baka, en þegar það gerðist fannst mér sanngjarnt að koma við í næstu sjoppu og versla eins og tvo frostpinna svona rétt fyrir kvöldmatinn, því það hlýtur að vara gott að vakna við slíkt. En svo lendir það auðvitað á foreldrunum að koma útsofnum afkvæmum sínum í ró skömmu síðar...



Afabörnin eru hins vegar að öllu jöfnu hinir mestu fjörkálfar og miklir orkuboltar...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 306666
Samtals gestir: 33257
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:03:08
clockhere

Tenglar

Eldra efni