01.07.2007 22:47

Esjan - Þverfellshorn.

382. Þau Svandís og Bjarni kíktu við um kvöldmatarleytið á föstudaginn og það var eftir matinn sem ég spurði Bjarna því sem næst upp úr hvort við ættum ekki að skreppa upp á Esjuna á eftir að því að það væri svo gott veður.
?Jú, jú,? svaraði hann að bragði og deplaði ekki auga.
Ég reiknaði alveg fastlega með að hann væri að grínast, en komst að því að svo var ekki því skömmu síðar stóð hann upp og spurði hvort ég væri ekki að koma.
Og ég gat auðvitað ekkert annað gert en að standa upp og lýsa mig reiðubúinn.
Við komum við á Njálsgötunni en ókum síðan áleiðis upp í Mos, og á leiðinni sagði ég við Bjarna að hann skyldi gá að því að fyrst við færum svona seint af stað yrði hann varla kominn heim aftur fyrr en í fyrsta lagi um hálf tvö.
?Já, já,? sagði hann og glotti. Það var ekki fyrr en ég var kominn niður af fjallinu um nóttina að ég komst að því að hann hélt að nú væri það ég sem væri að grínast.

Við ókum inn á stæðið við Esjurætur og lögðum af stað upp eftir hlíðinni. Gangan gekk ágætlega en það er samt ekki mjög sniðugt að fara hratt af stað upp Esjuna því hún er eiginlega svolítið launbrött. Og ganga á Esjuna er mun lengri en á flest önnur fjöll sé horft til hæð yfir sjáfarmáli. Því við Esjuna byrjar ferðin við ströndina, en í flestum tilfellum eru menn komnir í margra tuga metra hæð þegar fjallganga hefst.

Á vefnum kjalarnes.is má lesa eftirfarandi.
Vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá. Hún er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu. Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan. Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Að vetrarlagi skal þó fara að öllu með gát en árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn. Í vörðunni, sem er í 750 m hæð má finna gestabók sem komið hefur verið fyrir í stálhólki. Rétt er að skrá nafn sitt í bókina, afrekinu til sönnunar. Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Um klukkustundar gangur frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m. yfir sjáfarmáli.

Talsverð umferð var um fjallið og var oft staldrað við og spjallað því með ólíkindum var hvað maður þekkti marga sem áttu leið þarna um.
Bjarni stillir sér upp til myndatöku.Ég geri það auðvitað líka en það má sjá að kvöldblíðan hreinlega breiðir úr sér um gjörvallt baklandið.Og geislarnir tylla sér á fjallatoppana, en skafheiður himinninn myndar ljósblá leiktjöldin.Við vorum komnir í 240 metra hæð þegar Bjarna fannst nóg komið. Ég held að honum hafi fundist ég hafa platað hann út í eitthvað sem hann vissi ekki hvað hann var. Alla vega sagðist hann ætla að setjast niður og hvíla sig, ég skyldi labba upp á þetta fjall en hann myndi bara bíða hérna á meðan. Tíkin Aría hafði komið með okkur og varð það úr að við héldum áfram en Bjarni ætlaði að vera í sólbaði og afslöppun á meðan við ?skryppum? þarna upp. Rétt að geta þess að lagt var af stað rétt fyrir tíu, en hún var orðin rúmlega hálf ellefu þegar leiðir skildu.Svolítið ofar sá ég að það voru komin ský á himininn yfir Reykjanesinu.Samkvæmt þessu leiðakorti eru 773 metrar upp á Þverfellshornið en ekki 750 eins og fram kemur á kjalarnes.is en ekki að það breyti svo sem neinu.Rétt fyrir neðan tindinn hvarflaði að mér að skynsamlegt væri að snúa við því þokan var farin að þéttast nokkuð mikið þarna efst uppi.En viðvarandi skynsemisskortur kom í veg fyrir svoleiðis nokkuð. Leiðin gerðist nú ögn erfiðari yfirferðar.Aría fylgdi mér eftir en gaf sér þó ágætan tíma til að skoða næsta nágrenni í leiðinni. Henni þótti greinilega ekkert leiðinlegt að hafa það frelsi sem fylgdi fjallaferðum eins og þessari. Það var þó þegar að við komum að þrepum í berginu sem gamanið kárnaði. Hún lagði ekki í þau og ég þurfti að beita hana svolitlum fortölum til að fá að halda á henni upp á brúnina.En upp forum við þó útsýnið væri ekki eins og ég vonaðist eftir.Þó létti til í svolitla stund en skömmu síðar var allt komið í sama horf. Ég settist niður og sendi sms til nokkurra útvalinna.
?Kominn á tindinn,? og ég hugsaði til Bjarna sem ég vissi ekki betur en að biði neðarlega í hlíðum fjallsins. ?Honum er örugglega farið að hundleiðast.?Þegar horft er til austurs er skýjafarið með öðrum hætti og nýr dagur greinilega að verða til.En til vesturs var útsýnið orðið svona skýin voru orðin eins og ólgandi haf en engu var líkara en brimskaflarnir skyllu á fjallshlíðinni rétt eins og þeir kæmu æðandi upp í stórgrýtta fjöruna.
Þetta var reyndar þó nokkuð flott.En það var komið fram yfir miðnætti og kominn tími á heimferð.Þegar ég var hálfnaður niður fjallið kom ég niður úr skýjunum. Borgin var orðin ágætlega upplýst en það var mun dimmra yfir en þegar ég fór upp þó Borgarljósin komi ekkert sérlega vel út á myndinni.

Þegar ég var loksins kominn niður á stæði komst ég að því að Bjarni var löngu farinn heim að sofa en í stað hans biðu mín systurnar Svandís og Minný. Þessi ferð var að baki en takmarkinu var ekki náð. Ég verð að fara aftur þegar skyggni og birtuskilyrði henta betur til myndatöku.

En myndirnar hér að ofan eru aðeins brot af Esjumyndunum í myndaalbúmi.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123219
Samtals gestir: 297265
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 17:17:50
clockhere

Tenglar