11.07.2007 00:59

Toto.

385. Ég fór að sjá og heyra mega-bandið Toto í höllinni í gærkvöldi. Samsetning bandsins hér á klakanum var eftirfarandi: Steve Lukather - Gítar / Söngur, Lee Sklar - Bassi / söngur, Simon Pillips - Trommur , Bobby Kimball - Söngur og Greg Phillinganes - Piano / Söngur. Hvort hægt er að tala um að hljómsveit sé einhvern tíma skipuð "orginal" hljóðfæraleikurunum vil ég hafa sem fæst orð um, því þannig er því farið í henni veröld að menn koma og menn fara. En það sem var boðið upp á í Höllinni í kvöld var að mínu mati eitt hið mesta eyrnakonfekt sem rekið hefur á Frónskar rokkfjörur. Það voru sannkallaðir snillingar í hverju rúmi sem skiluðu frábærri "heildarhljóðmynd." Þetta eru svo sem engir byrjendur í bransanum því þessar menn hafa verið í fremstu röð t.d. sem eftirsóttustu sessionspilarar í rokkinu í áraraðir. Steve Lukather er svo fáránlega góður gítarleikari að manni er næst að halda að hann sé rammgöldróttur. Þau voru hreint ótrúleg hljóðin sem hann seiddi fram úr hljóðfærinu og það sem meira var, það var ekki að sjá að hann þyrfti að hafa mikið fyrir gjörningnum. Simon Pillips hefur m.a. einnig leikið með hljómsveitinni Asia auk þess að hafa tekið við sem trommari The Who.Greg Phillinganes hefur túrað með Stevie Wonder, Michael Jackson og Eric Clapton. Lee Sklar sem kom inn í túrinn eftir að hann var hafinn, er líka án nokkurs vafa einn besti rokkbassisti um þessar mundir þó útlitið bendi frekar til þess að hann sé útúrruglaður vísindamaður og náskyldur Skrepp seiðkarli.

Ég náði eftirfarandi myndrænum skotum af Toto-flokknum í gærkvöldi...







Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 465
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 316610
Samtals gestir: 34534
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:00:17
clockhere

Tenglar

Eldra efni