08.12.2007 13:21

Ásgeir pípari.

424. Þetta er hann Ásgeir pípari sem áður var Ásgeir bakari og þar áður bara Ásgeir. Tilefni þessarar myndatöku var fyrst og fremst nafn fyrirtækisins sem hann hefur nú hafið störf hjá, en það heitir Rask-at ehf., eins og vel má sjá gleraugnalaust.

Það er um Rask-at ehf. að segja að það stendur væntanlega alveg sérlega vel undir nafni þar sem það tekur m.a. að sér að gera við og endurnýja gamlar pípulagnir í húsum, þ.m.t. klóaklagnir. Ég tel óþarft með öllu að eyða fleiri orðum í að skýra tenginguna milli nafngiftarinnar og ýmissa sérverkefna umrædds fyrirtækis.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 643
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 246
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 2087909
Samtals gestir: 294726
Tölur uppfærðar: 21.9.2018 15:46:43
clockhere

Tenglar