13.12.2007 18:38

Ritter-sport kúrinn.426. Mér hefur alltaf þótt Ritter-sport súkkulaði alveg rosalega gott,
en ég hef hingað til alveg getað stillt mig um að fara ekki með þvílíku offari í átið sem núna virðist einhverra hluta vera tilfellið. Ég keypti 5 pakka á dögunum, deginum áður 2 og deginum þar áður 1. Þetta kláraðist allt á undraverðum tíma og þar sem ég veit ekki hvar ég get fengið Ritter-sport í Hafnarfirði, keypti ég 1 kg. af Bónus konfekti til að brúa bilið þangað til ég á leið í Nettó þar sem umrædd súkkulaðitegund virðist hreinlega vera áskrifandi að öruggu hillurými.

En ég dróst líka óvart inn í umræðu þar sem ýmsir megrunarkúrar voru ræddir fram og til baka, kostir þeirra og gallar tíundaðir og leitinni sem aldrei lýkur að hinum eina og sanna kúr sem jafnframt er hin fullkomna lausn þannig haldið áfram. Ég sagðist svona í gríni vera á Ritter-sport kúrnum og átti þá um leið athygli allra á staðnum, því enginn hafði nokkru sinni heyrt á hann minnst. Ég var þar með orðinn miðpunktur alls, en átti til að byrja með í svolitlu basli með að útskýra hvernig hann virkaði. Mér vafðist eiginlega eins og tunga um höfuð svona fyrst í stað, en fann að lokum leið til að kjafta mig út úr málinu.

Til að geta verið á Ritter-sport kúrnum þarf að temja sér ákveðið hugarfar.

1. Það sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur, þ.m.t. Ritter-sport súkkulaði.

2. Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum eða Ritter-sport súkkulaðinu sem þú borðar umfram þá. Skammtaðu því öðrum það sem þú villt að þeir borði og sjáðu til þess að þeir klári.

3. Matur sem neytt er af læknisfræðilegum ástæðum til dæmis jólaglögg, heitt súkkulaði með rjóma, rauðvín eða þá Ritter-sport súkkulaði, inniheldur aldrei kaloríur, því hann er miklu frekar góður fyrir hjartað, magann og meltinguna, - a.m.k. í hófi. Að vísu er það orðið sjaldgæfara nú í seinni tíð að  læknar segi manni að borða vel, þeir tala miklu oftar um að hreyfa sig mikið.

4. Það á að gefa öðrum með sér (þó ég tími því yfirleitt ekki) af því að því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega, því grennri sýnist þú.

5. Matur á borð við poppkorn, kartöfluflögur, hnetur, gos, brjóstsykur að ógleymdu því sem skiptir mestu máli þ.e. Ritter-sport súkkulaðinu og er borðaður í kvikmyndahúsi eða yfir sjónvarpi telst eiginlega kaloríulaus. Hann flokkast nefnilega sem ómissandi hluti af skemmtuninni.

6. Láttu Ritter-sport súkkulaðið frjósa áður en þú borðar það því matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því að kaloríur eru jú HITAEININGAR.

Þegar ég gúggla svo inn Ritter-sport (images), kemur margt skrýtið í ljós. Hér að neðan eru nokkur sýnishorn af framleiðslunni sem sjaldan eða aldrei hafa ratað í hillur verslanna hér norður á hjaranum.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123256
Samtals gestir: 297267
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 18:17:43
clockhere

Tenglar