21.12.2007 11:50

Desemberferð á Sigló.

430. Það er fyrir löngu komin hefð fyrir því að um miðjan des. fer ég síðustu ferð á Sigló fyrir jól. Upphaflega var þessi desemberferð farin til að setja ljósakrossa á leiði afa og ömmu, en það eru reyndar ágætir menn á staðnum sem taka slíkt að sér fyrir þá sem búa fjarri. Og þannig er nú bara að sumt vill maður helst gera sjálfur sé þess nokkur kostur.

Ég fór með nýju myndavélina fullhlaðna norður til vígslu. Þegar komið var á leiðarenda var komið fast að miðnætti, en engu að síður var allt gert klárt. Jólaljósin og skreytingarnar hafa aldrei verið fleiri og meiri, það var blankalogn og 11 stiga hiti kl. 23.45 og því kjöraðstæður til næturmyndatöku. Ég tók vélina upp úr kassanum, leit aðeins yfir leiðbeiningarnar, setti batteríið í og... EKKERT KORT! Það varð greinilega eftir í Hafnarfirði svo það var aðeins hægt að fylla innra minni vélarinnar að sinni. Þá var ekki um annað að ræða en láta sig hafa það í bili, verða sér úti um kort á morgun og taka síðan fleiri jólaljósamyndir. En þannig er að þegar slíkar myndir eru teknar (á tíma) þarf að vera logn. Myndavélin verður að vera á þrífæti og minnsti andblær veldur oftar en ekki svolitlum titringi þannig að myndin verður hreyfð. Daginn eftir var sýnt að um frekari næturmyndatökur gæti ekki orðið að ræða. Veðrið breyttist til hins verra, það var farið að blása og þannig átti það að vera meðan ég staldraði við. Öll frekari áform um slíkt voru því lögð á hilluna sem var frekar súrt, því nóg var myndefnið. Það sem má sjá hér að neðan er þess vegna aðeins örlítið brot af því sem hefði orðið ef ég hefði ekki verið svona mikill AULI.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123256
Samtals gestir: 297267
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 18:17:43
clockhere

Tenglar