02.02.2008 06:14

Bárujárnshús við Bergþórugötuna.443. Fyrir fáeinum dögum keypti ég litla kjallaraíbúð við Bergdórugötuna eða "Bárujárnsgötuna" eins og hún hefur einnig verið kölluð á góðum stundum. Ég er langt kominn með að rífa innan úr henni bæði allt lauslegt en sumt jafnvel frekar fast, svo sem öll gólfefni, upprunalega eldhúsinnréttingu, skápa, innihurðir o.fl. En eitt af því sem ég rak augun í var þetta apparat í sameigninni sem ég vissi ekki í fyrstu hvað var. Einn íbúi hússins sagði mér að þetta væri líklega elsta "starfandi" sjálfvirka þvottavél landsins og þegar hún væri í gangi hristist húsið lítillega og smávægilegar sprungur ættu til að myndast í veggjum.Skömmu síðar birtist sjálfur eigandinn, en aldur hans var í fullkomnu samræmi við aldur þvottavélarinnar áðurnefndu. Hann sagðist hafa eignast gripinn nokkurra ára gamlan árið nítjánhundruðfimmtíuogeitthvað eða um líkt leyti og sá sem þetta skrifar lærði að ganga.
"Ég sé mjög illa og heyri næstum ekkert, en ég heiti Kjartan."
 Þannig kynnti þessi lífsreynslubolti sig og ég varð þess fljótlega áskynja að allt sem hann sagði var satt.
"Það eru allir löngu dauðir sem hafa verið með umboðið fyrir þessari vél þó hún sé ekkert svo mjög gömul" bætti hann við.
"En ég er hér enn..."
Ég sagði fátt en hugsaði þeim mun meira.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 473
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123249
Samtals gestir: 297266
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 17:52:46
clockhere

Tenglar