15.03.2008 23:28

Ævintýri í Eyjum - áttundi hluti.

458. Lífið er saltfiskur - minnist ég að hafa heyrt einhvern segja einhvern tíma. Og það átti alveg ágætlega við í Vestmannaeyjum á áttunda áratugnum. Við sem tilheyrðum aðgerðarteyminu byrjuðum yfirleitt vinnudaginn á því að mæta til Torfa verkstjóra í salfisknum. Þar var svo bæði saltað, umsaltað og allt það sem gera þurfti til að framleiða sem hvítastan og fallegastan saltfisk. Þegar bátarnir fóru síðan að tínast inn, fórum við að tínast yfir götuna og tókum okkur stöðu hver í sínum aðgerðarbás hjá Bassa Möller. Eftir því sem líða tók á daginn urðum við yfirleitt eftirvæntingafyllri, því okkur þótti ekki slæmt að komast í hasarinn og bullandi akkorðið. Saltfiskurinn var því eins konar upphitun fyrir lætin sem voru hápunktur hvers einasta dags sem gaf á sjó, og auðvitað einn þátturinn í hinni fjölbreyttu Íshúsfélagsframleiðsluflóru.Fljótlega eftir gos var hafist handa við að byggja salthúsið hinum megin við götuna. Hér fyrir neðan eru myndir af byggingu þess.







































































Og eins og sjá má þá eru þeir og þær sem að framkvæmdinni komu eru á ýmsum aldri.


Torfi og frú á árshátíð Ísfélagsins...

En það má bæta við svolitlum fróðleik um Torfa verkstjóra sem ég heyrði fyrst af u.þ.b. tveimur áratugum eftir Eyjadvölina. Nokkuð sem ég man ekki eftir að hafi verið nokkru sinni í umræðunni á sínum tíma. Ágætur sameiginlegur kunningi okkar er Siglfirðingurinn Snorri Jónsson (elsti sonur Jóns Kr. Og Ólínu Hjálmars.) sem sagði mér að Torfi hefði verið talinn mjög liðtækur saxofónleikari hér í eina tíð. En dag einn ákvað hann að leggja fóninn á hilluna eða réttara sagt í pressuna og hætta að spila. Hljóðfærið var sem sagt lagt í pressu og þaðan kom það útflatt og aðeins nokkrir millimetrar á þykktina. Eftir meðferðina var það innrammað og hangir gripurinn síðan uppi á stofuvegg Torfa.




Jonni, Palli og Jón Hjálmarsson.



Steini lyftaramaður býr núna á Selfossi og er ekki mikið viðloðandi saltfisk.



Torfi kemur með salt.



Kóngurinn í ríki sínu, sjálfur Bassi Möller



En þar sem ég þekki fæsta þá með nafni eru af hér að neðan, leyfi ég bara myndunum að "fljóta" og ef einhver hefur einhverju við að bæta þá eru allar upplýsingar vel þegnar. En það er svo annað mál að saltfiskur er góður...









































Eins og sjá má voru það ekki bara einhverjir krakkar sem unnu við saltfiskinn.
Hér eru tveir góðir með mikla reynslu.

Og því má bæta við að Bassi Möller tók allar myndirnar hér að ofan og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 355
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 306661
Samtals gestir: 33257
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:41:46
clockhere

Tenglar

Eldra efni