http://eyjan.is/silfuregils/2008/10/08/bjortustu-stundir-utrasarinnar/> Þessa færslu ætla ég að helga skemmtilegustu stundunum frá tíma útrásarinnar. Ég ætla að biðja ykkur að hjálpa mér að rifja þær upp. Hannes Smárason og Jón Ásgeir í Gumball kappakstrinum.   Tom Jones að syngja fyrir veislu útrásarvíkinga um áramót í London.   Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar.   Existabræður á þyrlunni að kaupa pylsu.   Þegar Fréttablaðið kaus Hannes Smárason sem markaðsmann ársins.   50cent í partíi Björgólfs yngri í Karíbahafinu.   Tónleikar Stuðmanna í Albert Hall.   Galaveisla Glitnis í Laugardalshöll.    Þegar forseti Íslands veitti Baugi útflutningsverðlaun forsetans. Jafnvel þótt Baugur flytji ekkert út, nema kannski fjármagn.   Kynningarfundurinn í London þegar næstum því var búið að selja orkulindirnar í hendurnar á Hannesi, Jóni Ásgeiri og Bjarna Ármannssyni.   Partíin á Three Vikings snekkjunni.   Uppboðið þar sem selt var ómálað verk eftir Hallgrím Helgason fyrir 20 milljónir.   Laugardagarnir í stúkum íslensku bankanna og fjármálafyrirtækjanna á enskum knattspyrnuvöllum.Egill Helgason sat í heiðursstúku Vest HamÁ elliheimilinu... Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnissíbyljunni í fjölmiðlunum og forstöðukonan hafði miklar áhyggjur af þessari þróun. Einn morguninn var leikfimi á heimilinu eins og venjulega og að þessu sinni bað hún íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar, því þetta væri alveg að fara með gamla fólkið. Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt og svona hóf hann tímann:"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"   Þessi kreppa er verri en skilnaður... Maður er búinn að missa helming af eignunum, en situr en uppi með karlinn!     Saga af Boga og Örvari... En þeirra kreppa er reyndar af svolítið öðrum toga en flestra annarra, en það var eiginlega ekki annað hægt en að láta þennan fljóta með... Þeir félagarnir vöknuðu í húsasundi, alveg að drepast úrbrennivínsþrá, málið var bara að aleigan var hundrað og fimmtíukall.Heyrðu ég er með frábæra hugmynd sagði Örvar,hann fór og keypti sérpylsu fyrir allan peninginn þeirra, fór svo ogdró Boga á næsta bar og pantaði fullt að drekka handa þeim.Þegar að þeir voru búnir með drykkina sáu þeir barþjóninn stefna aðþeim með reikninginn,Örvar brást snöggur við og setti pylsuna í buxnaklaufina hjá Boga ogbyrjaði að totta pylsuna,þegar að barþjónninn kom að þeim varð hann alveg brjálaður, "DRULLIÐ YKKUR ÚT HELVÍTIS HOMMA ÓGEÐ" öskraði hann á þá.Þeir stukku upp og hlupu út, án þess að þurfa að borga. Bragðiðheppnaðist alveg jafn vel á næsta bar,og næsta, og næsta, og næsta.Í raun heppnaðist þetta svo vel að þegar að þeir skriðu á staðinn sinní húsasundinu voru þeir alveg á rassgatinu."Þarna sérðu hvað maður getur gert með einni pylsu" sagði Örvar.Þá skellihló Bogi "HAHAHAHAHA, við týndum pylsunni eftir þriðjabarinn""/>

17.10.2008 22:06

Kreppubrandar

506. Eftir að fyrsti hvellur efnahagsfárviðrisins var að mestu um garð genginn, kom í ljós að þjóðinni gengur býsna vel að halda í skopskynið. En við öðru var auðvitað ekki að búast og enginn veit betur en við sjálf hvað við erum einstök.

Frekar en að sitja hnípin og horfa ofan í gaupnir okkar, hefur verið tekið til hendinni og þróuð alveg ný tegund af þjóðlegri kerskni. Hún geysist yfir alnetið um þessar mundir rétt eins og eldur um sinu og menn ýmist brosa aulalega út í annað eða hreinlega sleppa sér af kæti.

Undirstaða formúlunnar er auðvitað traust eins og fleiri velþekktar undirstöður. Þar er sá sami aðilinn sem gerir grínið og grín er gert að, eða líkt og t.d. Skotar sjálfir eru yfirleitt taldir vera höfundar Skotasagnanna þar sem allt gengur út á óhóflega sparsemi.
En þar sem við Íslendingar getum tæpast gert út á sparsemina eins og hinir pilsklæddu nágrannar okkar, gerum við í staðinn út á það sem nærtækast er og við erum heimsþekkt fyrir um þessar mundir.

Ég fiskaði nokkra kreppubrandara upp úr póstinum ef einhver skyldi ekki hafa náð að velta sér upp úr þeim ennþá...













Bónus lækkaði nýlega ísinn niður í 99 kr. lítrann sem þýðir að tveggja lítra pakkinn kostar aðeins 198 kr.
Kreppuís fyrir litla manninn.

Ég sem er vægast sagt talsvert mikið fyrir ís svo vægt sé til orða tekið, var auðvitað fljótur að lauma einni slíkri "einingu" ofan í innkaupakörfuna. Fljótlega eftir að heim var komið hvarf helmingurinn úr umbúðunum en "seinni hlutinn" strax daginn eftir. - Nánar um það síðar.


Er mér farið að förlast eða eru þeir ekki svolítið keimlíkir?








Ort í kreppunni...
Hugarvíl og harmur dvín,
er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.



Svolítil hagfræði.

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og

fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!

 

Ég veit ekki með ykkur en ég er farinn í ríkið, NÚNA....



5 vísbendingar
um það að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar

1.    Óðaverðbólga
2.    Gjaldeyrisskömmtun
3.    Stríð við breta
4.    Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhálmsson
5.    Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður

 

 

Björtustu stundir útrásarinnar.

http://eyjan.is/silfuregils/2008/10/08/bjortustu-stundir-utrasarinnar/>

Þessa færslu ætla ég að helga skemmtilegustu stundunum frá tíma útrásarinnar. Ég ætla að biðja ykkur að hjálpa mér að rifja þær upp.

Hannes Smárason og Jón Ásgeir í Gumball kappakstrinum.

 

Tom Jones að syngja fyrir veislu útrásarvíkinga um áramót í London.

 

Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar.

 

Existabræður á þyrlunni að kaupa pylsu.

 

Þegar Fréttablaðið kaus Hannes Smárason sem markaðsmann ársins.

 

50cent í partíi Björgólfs yngri í Karíbahafinu.

 

Tónleikar Stuðmanna í Albert Hall.

 

Galaveisla Glitnis í Laugardalshöll.

 

 Þegar forseti Íslands veitti Baugi útflutningsverðlaun forsetans. Jafnvel þótt Baugur flytji ekkert út, nema kannski fjármagn.

 

Kynningarfundurinn í London þegar næstum því var búið að selja orkulindirnar í hendurnar á Hannesi, Jóni Ásgeiri og Bjarna Ármannssyni.

 

Partíin á Three Vikings snekkjunni.

 

Uppboðið þar sem selt var ómálað verk eftir Hallgrím Helgason fyrir 20 milljónir.

 

Laugardagarnir í stúkum íslensku bankanna og fjármálafyrirtækjanna á enskum knattspyrnuvöllum.

Egill Helgason sat í heiðursstúku Vest Ham

Á elliheimilinu...

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnissíbyljunni í fjölmiðlunum og forstöðukonan hafði miklar áhyggjur af þessari þróun. Einn morguninn var leikfimi á heimilinu eins og venjulega og að þessu sinni bað hún íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar, því þetta væri alveg að fara með gamla fólkið. Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt og svona hóf hann tímann:
"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:
"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"

 

Þessi kreppa er verri en skilnaður...

Maður er búinn að missa helming af eignunum,

en situr en uppi með karlinn!

 












 

Saga af Boga og Örvari...

En þeirra kreppa er reyndar af svolítið öðrum toga en flestra annarra, en það var eiginlega ekki annað hægt en að láta þennan fljóta með...

Þeir félagarnir vöknuðu í húsasundi, alveg að drepast úr
brennivínsþrá, málið var bara að aleigan var hundrað og fimmtíukall.
Heyrðu ég er með frábæra hugmynd sagði Örvar,hann fór og keypti sér
pylsu fyrir allan peninginn þeirra, fór svo og
dró Boga á næsta bar og pantaði fullt að drekka handa þeim.
Þegar að þeir voru búnir með drykkina sáu þeir barþjóninn stefna að
þeim með reikninginn,

Örvar brást snöggur við og setti pylsuna í buxnaklaufina hjá Boga og
byrjaði að totta pylsuna,
þegar að barþjónninn kom að þeim varð hann alveg brjálaður,

"DRULLIÐ YKKUR ÚT HELVÍTIS HOMMA ÓGEÐ" öskraði hann á þá.
Þeir stukku upp og hlupu út, án þess að þurfa að borga. Bragðið
heppnaðist alveg jafn vel á næsta bar,og næsta, og næsta, og næsta.
Í raun heppnaðist þetta svo vel að þegar að þeir skriðu á staðinn sinn
í húsasundinu voru þeir alveg á rassgatinu.
"Þarna sérðu hvað maður getur gert með einni pylsu" sagði Örvar.
Þá skellihló Bogi "HAHAHAHAHA, við týndum pylsunni eftir þriðja
barinn"

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317985
Samtals gestir: 34869
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:48:04
clockhere

Tenglar

Eldra efni