01.12.2008 12:09

Hríseyjarball

518. Eitt af því sem kom upp úr myndakassanum sem áður hefur verið nefndur, voru nokkrar myndir sem teknar voru áðið 1976 eða 77 þegar Miðaldamenn lögðu í einn Hríseyjartúrinn af mörgum slíkum. Því miður hafa þær greinilega ekki verið geymdar við kjöraðstæður og bera þess glöggt merki. Einhver hefði sagt hreint út að þær væru ónýtar, en þar sem um "sögulegar heimildir" er að ræða verður þeim ekki fargað. Það var alltaf gaman að koma til Hríseyjar því móttökurnar voru einstakar og það var farið með okkur eins og höfðingja. Á þessum tíma skipuðu hljómsveitina Magnús Guðbrandsson sem var þá sá eini sem eftir var af upphaflegu meðlimunum. Sturlaugur Kristjánsson, Birgir Ingimarsson og sá sem þetta ritar þ.e. Leó R. Ólason. Oft slæddust einhverjir farþegar með okkur og eins og sjá má hér að neðan, þá var alla vega Gulla Ásgeirs hans Magga með okkur að þessu sinni.


Magnús.


Birgir.


Ég (Leó)


Sturlaugur.


Þessir tveir virðast við fyrstu sýn vera hressir morgunhanar á ferð og vaknaðir á undan öllum öðrum, en svo er reyndar ekki. Að vísu er runninn upp nýr dagur, en þessir skemmtannaglöðu einstaklingar eru ekkert á þeim buxunum að fara að halla sér. Kannski voru þeir svolítið ofvirkir á þessum árum eða þannig.

En á bak við þá vinstra megin á myndinni má sjá í sundlaugina í Hrísey.

 

Eitt sinn man ég eftir að Jón Andrés Hinriksson kom með okkur ásamt einhverjum fleirum ágætum mönnum. Um nóttina eftir ballið var mannskapurinn ekki alveg í stuði til að fara að sofa og laumaðist allur hópurinn í bjartri sumarnóttinni í sund (og hafði nesti með sér). Við svömluðum þarna fram undir morgun nema Jón Andrés sem spígsporaði um botninn, - líka í djúpu lauginni. En það gat hann lengdar sinnar vegna meðan við hinir fórum alveg á kaf við að reyna það sama.

Ekki veit ég hvað Biggi hefur ætlað sér með þennan bekk sem hann burðast hérna með fyrir hornið á samkomuhúsinu, en það hlýtur að vera eitthvað mikið, djúphugsað og stórbrotið því það var einfaldlega hans stíll.


Þessi mynd er tekin við dæmigerða móttökuathöfn inni í samkomuhúsinu. Þau sem næst sitja heita Anna Eiðsdóttir og Björgvin Pálsson og búa í Syðstabæ. En það er stórt og mikið hús upp á hæðinni og gnæfir yfir eyjuna. Þegar við spiluðum í Hrísey mátti búast við kaffiboði frá þessu ágæta fólki sem var vissulega höfðingjar heima að sækja. En Anna er er móðir Helga sem var orgelleikari í hljómsveitinni Geislum frá Akureyri, en hann varð eiginmaður Mæju systir Bigga Inga.

Hér eru frá vinstri talið: Anna Eiðs, þá sést í hnakkann á Gullu Ásgeirs,Maggi Guðbrands með hönd undir kinn og sá sem þetta ritar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 465
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 316495
Samtals gestir: 34523
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:57:08
clockhere

Tenglar

Eldra efni