23.05.2009 04:26

Logandi himinn

568. Um fjögurleytið á aðfararnótt laugardagsins var ég að koma frá Catalinu eftir föstudagsballið. Þetta var skömmu áður en ský hrönnuðust upp á himni og flóðgáttir opnuðust.Sólin hafði skriðið rétt undir sjóndeildarhringinn eins og henni er svo tamt að gera á þessum árstíma og svo auðvitað einnig á þessum tíma sólarhringsins. Þar sem ég átti leið um Lundarbrekkuna í Kópavoginum og var eins og oftast með myndavélina í vasanum, var eins og flestir hljóta að skilja um fátt annað að ræða en staldra við og hefja létta "skothríð" að rauða litnum á festingunni. Þegar ég kom heim fáeinum mínútum síðar var allt orðið ´grátt og hundblautt. Svolítinn hluta afurðanna má svo sjá hér að neðan.Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123219
Samtals gestir: 297265
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 17:17:50
clockhere

Tenglar