14.05.2010 12:06

Fjölskyldudagur og Siglfirðingaball



629. Eins og venja er til um helgina sem næst liggur afnælisdegi Siglufjarðar þ. 20. maí, mun Siglfirðingafélagið standa fyrir hinum árvissa fjölskyldudegi í Grafarvogskirkju.



Og eins og tvö síðastliðin ár stendur hópur burtfluttra Siglfirðinga sem búsettir eru á suðvesturhorninu, fyrir Siglfirðingaballi á Catalinu þessa sömu helgi.



Dúóið Vanir Menn mun leika fyrir dansi ásamt hinu nýstofnaða bílskúrsbandi sem nú mun stíga sín fyrstu spor á palli og leika Siglfirska slagara í bland við annað efni. Hún er að mestu skipuð tiltölulega þroskuðum sveitungum vorum sem hafa sett mark sitt á hina Siglfirsku poppsögu á umliðnum árum.



Og rétt er að benda á að til að gera daginn enn skemmtilegri leggur Café Catalina einnig sitt af mörkum og býður upp á stórglæsilegan matseðil á alveg einstöku tilboði.

Smjörsteiktur skötuselur með kartöflu, grænmeti og hvítvínssósu                   kr. 1.550.-
Nautasteik með bakaðri kartöflu, grænmeti og bernessósu                              kr. 1.900.-
Lambasteik með bakaðri kartöflu, grænmeti og sveppasósu                           kr. 1.900.-
Sjáfarréttasúpa með nýbökuðu heimagerðu brauði                                          kr. 1.250.-

Matargestir geta pantað borð í síma 554-2166 en opnað verður inn í danssal kl. 23.00.

Rétt er að taka það fram að aldurstakmark er 20 ár og frítt er inn á ballið.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317658
Samtals gestir: 34789
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:49:12
clockhere

Tenglar

Eldra efni