26.10.2010 01:16

Ökutæki framtíðarinnar661. Þó um manninn á ökutækinu
sé kannski með góðum vilja hægt að segja að sé jafnvel óvanalega venjulegur útlits (ef litið er fram hjá aukabúnaðinum sem honum fylgir), þá verður það sama tæpast sagt um farkostinn sem hann ekur á um götur bæjarins.

"Óvitlaus" maður hefði jafnvel einhvern tíma látið út úr sér að hann væri eitthvað skrýtinn þessi og flestir hefðu þá trúað honum og það strax.

 

Líklega er það "rangur misskilningur" hjá mér að slíkur maður þurfi endilega að vera með einglyrni og nefklemmugleraugu, úr samhengi við hinn viðurkennda raunveruleika og á endalausri ferð sem engan endi tekur í leit sinni að svarinu eina. En þannig er það alla vega í þeim gömlu vísindaskáldsögum og skemmtilegu ævintýrunum sem ég þekkti einu sinni til.

 

Mér datt fyrst í hug að munurinn á honum (farkostinum) og t.d. átta gata næstum því tölvustýrðum blæju-sportbíl með flækjum, brjáluðum græjum með risa bassaboxum sem fylla skottið, rándýrum álfelgum, á low-pro, svo ekki sé talað um sjálfbíttingu og olíustýri, væri e.t.v. svipaður og á flugvél og geimskipi.

 

Hann virkar ekki eins og þessi týpíska sunnlenska malbiksrotta, eyðslukló og umhverfissóði sem lesið hefur yfir sig í einhverjum hinna fjölmörgu háskóla hérlendis og fer því eftirleiðis með hinminskautum bæði í hugsun ug gerðum.

Mér þykir hann miklu líklegri til að vera fullgildur meðlimur í samfélagi hugsandi manna, vera að gera gagnlega og skynsamlega hluti sem gætu vel gagnast fólki eins og mér og þér.

 

Mér sýnist þarna vera á ferðinni neyslugrannt og sennilega heimapælt (og næstum örugglega líka smíðað) ökutæki og rennireið, þar sem ökumaðurinn tekur sjálfan sig með hvert sem hann fer og heldur sér eflaust í betra formi en þeir sem sækja rándýrar líkamsræktarstöðvar og ýmist með eða án einkaþjálfara.

 

Þessum manni og ökutæki mætti ég á mótum Bústaða og Sogavegar á dögunum, en í góðri bók sem ég las nýlega stendur: "Margur hefur lagt af stað með léttan mal og ferskur hugur hlegið í ungu brjósti við upphaf ferðar" en það gæti vel átt við þann sem hér fer.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123219
Samtals gestir: 297265
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 17:17:50
clockhere

Tenglar