07.07.2011 02:36

Gengið á Siglufjarðarfjöll


730. Í gærkvöldi fjölgaði íbúum á Aðalgötunni talsvert, eða úr einum og í sjö. Nokkrir félagar úr gönguhóp Gámafélagsins sem ég hef oft gengið með til fjalla syðra, komu norður og til stendur að kanna hinn Siglfirska fjallahring að einhverju leyti næstu þrjá til fjóra dagana. Það eru þau Maggi, Gulla, Snorri, Edda, Kristjana og Ingi Gunnar auk mín sem ætla að ganga til fjalla, en þó aðeins á hæfilegum gönguhraða miðað við aldur og fyrri störf. Ef einhverjir hefðu áhuga á að slást í för með okkur, væri það bara hið besta mál. Hugmyndin er að ganga Siglunesmúla frá Kálfsdalsskarði og út úr, frá Siglufjarðarskarði, fyrir Hólsdal og að Hólsskarði, einnig á Illviðrishnjúk eftir Hafnarfjalli, fyrir Hvanneyrarskál, út á Skrámu og Stráka, en svo eru Hestskarðshnjúkur og Staðarhólshnjúkur gegnt bænum líka til skoðunar. Allt fer þetta samt eftir veðri, skyggni o.s.frv.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2137733
Samtals gestir: 299265
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 23:03:29
clockhere

Tenglar