11.08.2011 23:00

Pallahnjúkur740. Ég rölti upp í Hestskarð í og með til að athuga hvort gerlegt væri að komast þaðan upp fjallseggina til suðurs og þannig upp á Pallahnjúk (harður framburður).í Hestskarðsskálinni gekk ég fram á litla kók í gleri sem var farin að síga ofan í mosann, en kókið var þó allt uppdrukkið. Ég velti fyrir mér hver lætur sér detta í hug að fara með litla kók í gleri upp á fjöll.Fjallseggin leit ekkert svo mjög illa út frá þessu sjónarhorni.En hún virtist þó öllu hvassari og mun illúðlegri þegar upp í skarðið var komið.Raggi Ragg var að koma upp úr Héðinsfirðinum og við tókum tal saman. Ég sagði honum frá hugrenningum mínum, en hann sagði að það væri af og frá að hann yrði mér samferða því hann langaði til að lifa lengur. Hann bætti því við að ef hann sæi að ég hefði ekki bloggað í viku, myndi hann líklega láta leita að því sem eftir væri af mér. Mér fannst þetta ekki uppörvandi, en rifjaði upp fyrir sjálfum mér að ég hefði reyndar aldrei heyrt af neinum sem hefði farið þessa leið.Raggi gekk síðan af stað niður af skarðinu Siglufjarðarmegin, en ég lagði af stað bara svona rétt til að skoða málið. Í fyrstu gekk svo sem ekkert illa, en ég fór þó mjög hægt yfir, hugsandi um nýsögð varnaðarorð göngumannsins sem þekkir fjöllin umhverfis Siglufjörð miklu betur en ég.Það var svo utan í þessum kletti sem ég hékk í meira en klukkutíma og komst hvorki áfram, né gat snúið við með góðu móti. Það tókst þó að lokum og ég fetaði mig til baka sömu leið og ég hafði komið. Ég var alveg "drullufeginn" þegar ég komst aftur ofan í skarðið og hugsaði neð mér hvort það væri kannski tímabært að finna sér annað áhugamál.Ég tók þá eftir þessari stöng sem var uppi á næsta klettastalli fyrir ofan þann sem hamlaði för minni. Ég hugsaði þá með mér að ef einhver hefði komist þarna upp til að koma henni fyrir, hlyti ég að geta það líka. En kannski hefur það verið gert hinum megin frá.Langt fyrir ofan voru skemmtilegar klettamyndanir og vissulega væri gaman að komast þarna upp og láta fæturnar dingla fram af.Og nú fékk ég alveg splunkunýja hugmynd, sem ég framkvæmdi í beinu framhaldi af því sem áður hafði verið gert eða reynt að gera. Ég gekk til suðurs, yfir skriðurnar frá skarðinu og að fjallsöxlinni sunnan megin. Kannski væri hægt að komast þar upp? Ég átti erfitt með að sætta mig við að vera sigraður af fjallinu, en vera ekki sá sem sótti á og sigraði það. Sums staðar var jarðvegurinn grjótharður svo varla markaði í hann, en sums staðar skreið hann undan fótum mér. Hliðarhallinn var líka gríðarlegur. Ég kom að litlu gili sem hefur líklega orðið til vegna skriðu sem hefur hlaupið fram í leysingum. Þó það væri ekki stórt, var það engu að síður nokkur farartálmi. Brúnir þess voru leirugar og ég var nokkra stund að "kraka" í þær með skóm og stöfum til að komast ofan í það. Og þá átti ég auðvitað eftir að komast upp úr því aftur.Það eru enn nokkrir snjóskaflar í fjöllunum og nú var ég kominn að einum slíkum. Ég reyndi fyrir mér og leist ekkert á hvað hann var harður. Ég færði mig þá u.þ.b. hundrað metrum neðar og reyndi aftir. Þar var hann mjórri og snjórinn ekki eins harður. Ég lagði af stað og komst yfir á alls ekki svo slæmum tíma.Á myndinni hér að ofan sést Hestskarðið (lengst til vinstri) og fjallseggin upp af því. Einnig syðri fjallsöxl Pallahnjúks (hægra megin við snjóinn) þar sem ég gerði líka tilraun til að komast upp.En hvort sem það hefur verið adrealínflæðið frá því skömmu áður plús þreytandi gangan yfir skriðuna eða gríðarlegur brattinn þar sem ég nú stóð plús klettótt landslag, fór svo að ég taldi mig betur kominn með ögn af skynsemi upp á vasann en þrákelkinina sem ég þekki svolítið til. Mér kom í hug gamla Bítlalagið "I´m a looser", en skítt með það, ég er sko ekkert hættur.Fyrir ofan mig voru aftur skemmtilegar klettamyndanir og mig dreplangaði vissulega til að láta vaða. En það var ekki bara að jarðvegurinn væri verulega laus í sér, klukkan var farin að ganga níu og fjótlega færi að bregða birtu. Ég átti endalausar afsakanir í kippum gagnvart sjálfum mér.Á leiðinni niður gekk ég framhjá þessum fallega fossi sem er í minni læknum sem fellur úr skálinni. Og þessi er rétt fyrir neðan hann.Ég var eiginlega miklu meira en lítið feginn þegar ég var kominn niður á veg, þó ég væri í sjálfu sér alls ekki fullkomlega sáttur við málalokin.


Ég staldraði við þegar ég horfði út fjörðinn og niður eftir ósum Hólsárinnar, lygnan var eins mikil og hún getur frekast orðið og sólríkur dagurinn var greinilega ekki allur úti á Grímeyjarsundinu. Þetta er eitt þeirra augnablika sem fá menn til að gleyma bæði stað og stund.Hestskarðshnjúkur, Pallahnjúkur og Dísin, og allt í tvíriti.


Undir Álfhólnum var maður með veiðistöng. Ekki veit ég hvort hann var bara að æfa köst eða kannski að fáann...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2137733
Samtals gestir: 299265
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 23:03:29
clockhere

Tenglar