29.08.2011 00:29

Maggi Hauks og Ragnheiður á Sigló



745. Það kemur líklega einstaka sinnum fyrir flesta rétt eins og mig, að rekast á einhvern sem maður þekkir, á einhverjum mjög, mjög ólíklegum stað. Á sólarströnd, í jeppaferð uppi á hálendinu, sleðaferð á jökli, á fjölfarinni götu í erlendri stórborg, eða bara einhvers staðar. Við verðum alltaf jafn hissa en svona gerist þetta bara.

Ég var á rúntinum hérna á Siglufirði og datt í hug að taka létta lykkju yfir lóð S.R. af öllum stöðum og svæðum. En af því að ég veitti mikilli athygli forláta drossíu sem kom á móti mér, tók ég betur eftir ökumanninum en ég hefði ella gert og fannst hann koma mér eitthvað svo undarlega kunnuglega fyrir sjónir. Ég stoppaði og drossían stoppaði líka. Síðan bökkuðum við báðir og tókum tal saman. Þetta reyndist vera Magnús Hauksson, "gamall vídeókarl" frá Ísafirði og Ragnheiður kona hans. Hann tjáði mér að hann væri að koma til Siglufjarðar í annað skiptið, en hún í það allra fyrsta. Þau reka í dag "Tjöruhúsið" (byggt 1734) niðr'í "neðsta" (Neðstakaupstað) á Ísafirði, en það hefur þótt bjóða upp á meira spennandi fistkrétti en algengt er á veitingahúsum hér á Fróni. Hlýri, karfi, steinbítur, keila, o.fl. plús plokkari í hádeginu og allt á fáránlega sanngjörnu verði. Ég mæli með að þeir sem eiga leið um vestfirði kíki við í Tjöruhúsinu a.m.k. einu sinni áður en þeir yfirgefa "kjálkann", því leið okkar sem búum annars staðar á "skerinu" liggur því miður allt of sjaldan um þennan landshluta, og því óvitlaust að "grípa gæsina" eða öllu heldur hina frábæru fiskrétti meðan gefst.

P.S. Það er vissara að panta og þá er síminn er 456-4419.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 313
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 306619
Samtals gestir: 33255
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:52:05
clockhere

Tenglar

Eldra efni