01.09.2011 00:50

Haustið er komið

749. Sumri er greinilega tekið að halla, dagurinn hefur verið að styttast og nóttin að lengjast smátt og smátt án þess að allir hafi endilega tekið eftir því. Skuggarnir eru byrjaðir að gægjast yfir lönd og höf þegar það er orðið kvöldsett og svo mætti lengi halda áfram. Hér norður á Siglufirði hefur ferðafólki fækkað ört á tjaldstæðinu síðustu dagana, en þar hefur oft verið ansi þéttbýlt í sumar. Það styttist líka í að skólar opni dyr sínar fyrir nemendum sínum á komandi haustönn og um sama leyti breytist takturinn í mynstri svo marga okkar. Einum kaflanum er að ljúka rétt einu sinni enn, annar að hefjast og vetrardagskráin byrjuð að mótast.Eitt af því sem ótvíræð vísbending um að haustið sé á næsta leyti, er þegar sviðið við Ráðhústorgið er tekið níður spýtu fyrir spýtu.Tjaldstæðið er alveg autt.Það situr enginn í flottu stólunum fyrir sunnan Rauðku.Og síðustu menjar Njarðarplansins sem svo mikið hafa verið myndaðir í sumar með smábátahöfnina í baksýn, hafa misst spón úr aski sínum eða öllu heldur nokkra staura úr svipmóti sínu vegna færslu Snorrabrautar.

Ég held að ég fari líka að pakka saman og þetta mun því vera síðasta bloggið sem póstað er frá Siglufirði í bili.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2137733
Samtals gestir: 299265
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 23:03:29
clockhere

Tenglar