20.09.2011 07:21

Rauður himinn á Vatnsskarði
753. Í byrjun mánaðarins var ég á leiðinni norður. Áfangastaðirnir voru í raun þrír, þ.e. Flugumýri þar sem skyldi farið í smölun inn á Flugumýrardal, Akureyri þar sem ég ég vildi fylgja góðum dreng síðasta spölinn, og síðan var hugmyndin að dvelja viku eða svo á Siglufirði.
Uppi á Vatnsskarði gat ég ekki annað en staldrað við og stigið út úr bílnum, því litadýrð himinsins kallaði hástöfum á athygli mína. Nóttin hafði á sinn einstæða hátt breitt úr voðum sínar yfir landið, en dagurinn lifði aðeins lengur í loftunum.Ég seildist eftir myndavélinni og stillti ISO-ið í botn. Svo tók ég nokkrar myndir á "sunset" stillingunni og nokkrar á "night scenery". Eins og sést er áferðarmunur á nærhimninum þar sem roðans gætir lítið sem ekkert.En augnablikið leið hratt hjá og þessi óviðjafnanlega sýning ljósa og lita stóð styttra við en ég hefði kosið. Þá var fátt annað til ráða en að setjast aftur inn í bíl og aka af stað. En svolítið sýnishorn af litagleðinni í verkum meistarans hafði þó verið fönguð í kísilflöguna og fylgdi mér heim. 


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 2137733
Samtals gestir: 299265
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 23:03:29
clockhere

Tenglar