02.11.2011 20:30

Síðurnar hans Steingríms


Steingrímur í höfuðstöðvum "Lífið á Sigló" árið 2006

767. Hér svolítið neðar og til hægri á síðunni er ég búinn að fjölga flokkunum á síðunni um einn. Þar bætti við nokkrum alveg bráðnauðsynlegum linkum sem mér finnst að full þörf sé á að séu aðgengilegir, því þeir eru svo sannarlega allrar athygli virði. Þeir eiga það sameiginlegt að leiða okkur inn á síður sem tengjast Steingrími Kristinssyni sem að mínu mati stendur vel undir titlinum guðfaðir Siglfirskra netmiðla, en hann stofnaði til "Lífsins á Sigló" seinni hluta júnímánaðar árið 2003. Fyrir þá sem vilja rifja upp fyrstu færslurnar á þeirri ágætu síðu, þá er slóðin þangað http://157.157.96.74/gamli/Lifid/2003-06.htm

Steingrímur (sem verður 78 ára í febrúar n.k. þó hann líti ekki út fyrir að vera deginum eldri en 59) er flesta daga á myndaveiðum og hefur síðustu ár fengið mikinn áhuga á fuglamyndum. Nýjasta áhugamálið er þó líklega panorama myndirnar, en hann mun nýlega hafa komið sér upp búnaði til þess konar myndatöku. 


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317932
Samtals gestir: 34855
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:46:23
clockhere

Tenglar

Eldra efni