08.06.2012 17:08

Á Búálfinum í Breiðholti


820. Síðast liðin þrjú skipti sem gítarleikarinn, söngvarinn, lagasmiðurinn og Fáskrúðsfirðingurinn Axel Einarsson hefur skroppið til landsins frá Svíaríki þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin þrjú ár, höfum við skroppið saman eins og eina kvöldstund í Breiðholtið. En í verslunarmiðstöðinni Hólagarði er kráin Búálfurinn til húsa, og hún er rekin er af Ísfirðingnum Bjarna Hákonarsyni. Þar höfum við haft fyrir sið að taka a.m.k. eitt gigg í hverri (íslands)ferð Axels og það er einmitt það sem stendur til að gera í kvöld föstudaginn 8. júní. 




Í fyrstu var ég svolítið smeykur við að hætta mér inn í þetta villimannahverfi sem ég hafði í eina tíð fengið á tilfinninguna að Breiðholtið væri, og þá ekki síður eftir að skyggja tæki. En sá ótti reyndist ástæðulaus, rétt eins og hræðslan við "gömlu" villimennina í samnefndu hverfi heima á Sigló sem ég hef á síðari árum sannreynt að eru upp til hópa hinir mætustu menn og bestu drengir. Þarna er oftar en ekki alveg bullandi stuð og allir hinir kátustu á þessum vinalega og heimilislega stað jafnt eigandi, starfsfólk og gestir.

 

Heimasíða kráarinnar er http://bualfurinn.is/ er einhver vill kíkja á hvað staðurinn hefur upp á að bjóða.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 306175
Samtals gestir: 33228
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:49:21
clockhere

Tenglar

Eldra efni