08.03.2013 21:19

Gluggað í gömul blöð

860. Það getur oft verið meira en lítið gaman að kíkja í gömul blöð frá löngu liðnum árum, rifja upp næstum gleymdar stundir, draga nokkur nöfn fram úr þoku fortíðarinnar og minnast staða sem einu sinni voru þeir langsamlega heitustu. Sé flett upp á bls. 25 laugardaginn 1. maí, árið 1965 í Morgunblaðinu, getur að líta fimm auglýsingar þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum þess tíma leika á dansleikjum. Eftir að hafa rennt yfir síðuna sá ég mér til mikillar furðu en einnig talsverðrar ánægju, að þær eiga það allar sameiginlegt að tengjast Siglufirði með einhverjum hætti, reyndar bæði mjög misjöfnum og líklega mætti einnig segja mismiklum.



Haukur Mortens sótti konuefnið sitt Ragnheiði Magnúsdóttur til Siglufjarðar.



Guðjón Pálsson kenndi um tíma í Tónlistarskóla Siglufjarðar. Það mun hafa verið í kring um 1980



Hallvarður S. Óskarsson (Garíbalda) var um tíma trommuleikari í Lúdó sextet þó svo að hann hafi ekki verið orðinn það á þeim tíma sem hér er vísað til.



Karl Lilliendahl var eiginmaður Hermínu dóttir Jónasar rakara og reyndar líka faðir Krístínar Lilliendahl sem söng "Ég skal mála allan heiminn elsku mamma" árið 1972 og þá í leiðinni afi Grétu Salóme Júróvisjónfara.

Hallvarður var líka trommuleikari hjá Gretti Björnssyni um nokkurra ára skeið.

Það má svo láta þess getið að Hjördís Geirs er móðir stórsöngkonunnar Heru Bjarkar þó að það sé nú allt annað mál og sú tenging við Siglufjörð e.t.v. svolítið langsótt.



Alli Rúts er svo hálfbróðir Hannesar Rúts sem lengi bjó á Siglufirði og á líklega enn íbúð í Norðurgötunni, og einnig hálfbróðir Huldu Friðgeirs (kona Gests Hansa) sem á heima á Hverfisgötunni.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 306603
Samtals gestir: 33255
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:29:36
clockhere

Tenglar

Eldra efni