20.08.2013 01:48

Elli Magg


881. Rakst á þessa gömlu mynd á netinu og sé ekki betur en að hún sé tekin ofarlega í Þormóðsbrekkunni, en húsakosturinn þarna hefur greinilega breyst alveg ótrúlega mikið síðan myndin var tekin. Maðurinn á myndinni er Elli Magg (Eldjárn Magnússon) pylsugerðarmaður með meiru, sem ég man eftir að hafi búið á Hávegi 3 eða 5 áður en hann flutti úr bænum einhvern tíma um miðjan sjöunda áratuginn. Myndin gæti samkvæmt öllu verið tekin um eða upp úr 1960.

Stelpan til hægri gæti verið Steinunn Margrét Eldjárnsdóttir, en strákurinn til vinstri heitir Hörður Þorsteinsson (fæddur 1953) og býr núna á Selfossi. Ég man ekki eftir honum og veit ekki hvaða tengingu hann hefur við Siglufjörð, en þó er nokkuð víst að einhver hafi hún verið.

Kannski getur einhver skotið inn fróðleiksmola.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 304
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 339
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 2089091
Samtals gestir: 294862
Tölur uppfærðar: 24.9.2018 06:32:34
clockhere

Tenglar