24.08.2013 20:18

Frítt í strætó á Menningarnótt
882. Í dag er Menningarnótt... Eða var kannski Menningardagur í dag og eftir kvöldið byrjar nóttin sem nefnd er Menningarnótt. En hvað sem þeirri skilgreiningu líður, þá byrjar dagskrá Menningarnætur strax um morguninn og stendur allan liðlangan daginn þó það hljómi vissulega svolítið undarlega að kalla dag nótt.
Það sem ég varð var við strax í upphafi vinnudags og hefur verið ófrávíkjanlegur fylgifiskur þessarr hátíðar var að það er frítt í strætó, en þannig hefur það verið árum saman. Þrátt fyrir að það sé eiginlega orðin hefð og talsvert hafi verið um kynningar á þessum frídegi strætónotenda, hefur u.þ.b. annar hver maður eða svo, reynt að greiða fyrir farið. Þegar ekið var af stað í morgunsárið var búið að líma fyrir rifuna á bauknum þar sem miðarnir og klinkið er sett í og skrifa með feitum tússpenna "FRÍTT" sem hefði tæpast átt að fara fram hjá nokkrum manni. Það var því oft svolítið spaugilegt að fylgjast með tilburðunum og að sjá á undrunarsvipinn á þeim sem uppgötvuðu á endanum hvernig í pottinn var búið. Strákur sem kom inn í Lindunum horfði angistarfullur á útbúnaðinn og sagði með þjáningarhreim í röddinni; "veistu að ég var góðan hálftíma að leita að klinki heima og missti þess vegna af næsta strætó á undan". En líklega verða það að teljast skemmtilegustu sjónrænu tilburðir dagsins þegar ung stúlka reyndi ítrekað að koma strætómiðanum sínum inn um rifuna á prentaranum sem prentar út skiptimiðana eftir að hún hafði gefist upp á flestum þeim öðrum leiðum sem henni höfðu áður til hugar komið, en þær voru ófáar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 543
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123319
Samtals gestir: 297269
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 19:41:19
clockhere

Tenglar