05.09.2013 20:16

Hvað heitir fuglinn?


884. Víst er að skrifara er meinilla við að viðurkenna vankunnáttu og fávísku sína, nánast sama á hvaða sviði það er, en stundum á hann þó engra annarra kosta völ eins og til dæmis akkúrat núna. 
Í vikunni sem senn er liðin eignaðist ég frekar óvænt nokkra uppstoppaða fugla sem er kannski ekki svo mjög í frásögur færandi, t.d. lítinn andarunga, lunda og svo þenna fugl sem ég viðurkenni (að vísu mjög treglega) að ég veit ekki hvað heitir. Það er svo sem ekkert nýtt að mér gangi illa að þekkja fuglana, en ég hef hingað til komist upp með að láta það mér í hæfilega léttu rúmi liggja. Reyndar á ég þessa líka fínu fuglabók sem Sigurður Ægis á hvað mestan heiður að hvað alla tilurð varðar og að öllu jöfnu hefði ég fundið svarið þar, en vandinn er bara sá að hún er á Siglufirði en ég sunnan heiða sem stendur. Ég neyðist því til að leita á náðir ykkar sem hingað kunna að reka inn nefið og óska eftir aðstoð í stóra fuglanafnamálinu. Það skal þó tekið fram að ég er alveg handviss um að þetta er hvorki páfagaukur né pelikani, storkur eða strútur, leirutíta eða landnámshæna, relluhegri eða rindilþvari, dómpápi eða dvergsnípa og svo mætti lengi telja.
En ef einhver vildi vera svo væn(n) þá endilega setjið inn smá athugasemd...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123256
Samtals gestir: 297267
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 18:17:43
clockhere

Tenglar