21.09.2013 12:59

Sexý einkanúmer


886. Fyrir fáeinum dögum átti ég leið um bílastæði í austurbæ Reykjavíkur og rakst þá á þetta stórskemmtilega einkanúmer. Ég sem varð auðvitað að bæta því í safnið, dró upp myndavélina og festi þennan splunkunýja grip í flögu með það sama. En fyrir þá sem ekki vita, er ég haldin söfnunaráráttu af fremur fágætu tagi, en hún gengur út á að safna skemmtilegum einkanúmerum í stafrænu formi.

Sjá http://leor.123.is/blog/2013/06/24/666571/

Síðan hélt ég mína leið, en var þó ekki kominn langt þegar ég sá hvar bíleigandinn nálgaðist ökutæki sitt. Ég fylgdist með og hugsaði með mér að það sem fyrir augu bar, gæti nú varla verið tilfellið, en það var nú samt akkúrat þannig.
Eigandinn reyndist vera virðuleg eldri kona með silfurgrátt hár, líklega heldur nær áttræðu en sjötugu. Hún gekk við einhvers konar hjálpartæki sem mér sýndist vera eins og sambland af staf og lítilli göngugrind, en það skal þó tekið fram að þegar þarna var komið sögu var fjarlægðin all nokkur og því erftitt af henda reiður á smáatriðin. Hún átti greinilega í svolitlum erfiðleikum með að komast upp í bílinn, en það hafðist samt allt á endanum. Sú gamla var nú sest undir stýri og brenndi af stað með talsverðum tilþrifum. Ég hafði orð á því við nærstaddan kunningja minn hvort þetta gæti verið rétti eigandinn af ökutækinu með hinu verulega sexý einkanúmeri, en hann taldi svo vera því einhverjar fregnir hefði hann haft af því áður.

En miðað við bílinn og númerið sem á honum var, hélt ég í einfeldni minni að eigandinn hlyti að líta einhvern vegin allt, allt öðruvísi út. Ég verð bara að segja það.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 543
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 874
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2123319
Samtals gestir: 297269
Tölur uppfærðar: 17.11.2018 19:41:19
clockhere

Tenglar