23.04.2014 20:30

Undarlegt tvíeyki


926. Ég rakst á þess mynd í dag og það er hreint ekki ofsagt að við það hafi ég hrukkað ennið í það minnsta lítillega. Fyrst kom auðvitað hið ágæta forrit "Photoshop" upp í hugann, en ég dró þó heldur í land þegar ég komst að því að myndin mun hafa birst í því ágæta tímariti "Lifandi vísindi" sem gerir hana að mínu mati mun trúverðugari en ella.

Spurning dagsins er því hvort þetta sé virkilega alvöru.?


-


En að allt öðru máli...

Ég fékk á dögunum sendar tvær ábendingar sem varða nýlegar færslur.

Önnur var vegna "Blá hús", en Hlynur Arndal taldi að ég hefði alveg mátt hafa rúntinn örlítið stærri þar sem all nokkuð vantaði upp á úttektina. Hann var svo vinsamlegur að senda mér mynd að húsinu sínu sem er númer 21 við Hverfisgötu hinnar syðri, en það er nýuppgert, orðið alveg stórglæsilegt og í alla staði hin mesta bæjarprýði. Ég tók mér það bessaleyfi að bæta myndinni hans Hlyns við mínar í færslunni.

Hin var vegna "Ævintýramaðurinn Per Martin Steen" sem hefur flakkað um landið að undanförnu og spilað á gítar og sungið fyrir mat og gistingu. Fréttirnar að norðan voru talsverð vonbrigði en slóðin að þeim er...

http://www.visir.is/-braust-inn-i-isskap-og-helt-veislu-fyrir-sjalfan-sig-/article/2014140419741

Auðvitað hefur hann verið orðinn svangur, en það réttlætir tæpast aðgerðir sem þessar og fyrirhyggja er og verður alltaf góður ferðafélagi. En þversögnin birtist okkur í ótengdri frétt á sama miðli nokkrum dögum síðar, en þar sagði frá sigurvegara í heljarmiklu kappáti á Prikinu sem fór nokkuð létt með að innbyrða 1,5 kg. af mat á 225 sekúndum.

http://www.visir.is/kappat-a-prikinu/article/2014140429524


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 286
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 318
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 316253
Samtals gestir: 34485
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:13:51
clockhere

Tenglar

Eldra efni