08.09.2014 19:12

Vinnuferð á heimaslóðir


954. Og þar kom að því að nægilega stór smuga myndaðist í þéttsetna dagskrána hér syðra. Nægilega stór til að hægt væri að skreppa á heimaslóðir og vonandi kemst ég það langt með viðgerð á þaki og innivinnu á Suðurgötu 46 að báðar íbúðirnar í húsinu verði íbúðarhæfar á ný, en húsið skemmdist talsvert í óveðri snemma á síðasta ári. Þetta er þriðja ferðin í ár í þessum sama tilgangi, en íbúð neðri hæðar komst í fínt stand fyrr á árinu. Búið er að taka til tónlistarlegt nesti til ferðarinnar í formi CD diska, s.s. Hendrix, Clapton, Zeppelin, Jethro Tull, Chicago og svo auðvitað Bítlana, en slíkt styttir ferðina til muna eins og all flestir eru eflaust meira en meðvitaðir um. Svo er það stóra spurningin um veðurspána og hvernig hún gengur síðan eftir, en ég þarf nefnilega að vera talsvert uppi á þaki (því það er svo gaman að vera hátt uppi). - eða þannig.

Heim á Sigló fram á sunnudag. - Það hljómar dável.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 317583
Samtals gestir: 34773
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 20:04:38
clockhere

Tenglar

Eldra efni