28.03.2007 09:44

Nýja síðan og ljósmyndir frá Hafnarfirði.

357. Þá eru menn skriðnir undan feldi sínum með allt útúrhugsað og pælt, og búnir að undirbúa jarðveginn fyrir einskonar framhaldslíf í bloggheimum af mikilli kostgæfni. Nú fær síðan sem notast hefur verið við síðustu tvö árin hvíldina sína a.m.k. í bili, en mun væntanlega standa áfram þar sem hún er með öllu sínu. Hvert ætti hún svo sem annars að fara?

 

Á síðasta ári fór ég að setja myndir inn á http://www.123.is/leor/ og hvöttu nokkrir góðir menn mig til að flytja alveg. Ég notaðist þó í fyrstu aðeins við síðuna undir "bloggmyndir," því vissulega þurfti að sækja "urlið" á einhvern stað. En einnig virtist mér síðan geta verið fyrirtaks geymsla undir efni sem getur þá alltaf verið opin þeim sem vilja líta inn, og er því notagildi hennar tvöfalt á við það sem áður var sem hlýtur að teljast hinn ágætasti kostur. Svo býður hún upp á læsingar af ýmsu tagi sem blog.central gerir ekki, hvimleiðu auglýsingafarganinu er ekki lengur til að dreifa og svo er ég svo bjartsýnn að eðlisfari að ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir einhverjum ófyrirséðum kostum eins vel og það hljómar. Meðal annars allra þessara þátta vegna þótti mér vera kominn tími til að taka skrefið til fulls flytjast með allan pakkann á einn og sama staðinn. Er það ekki annars það sem "lengra komnir" kalla hagræðingu.

 

Og þar sem þannig er nú komið geri ég ráð fyrir að ég nýti myndplássið betur og setji inn mun meira að myndefni en hingað til hefur verið gert í þeirri von að fleiri en ég megi og vilji njóta. Þar sem vaknaði alveg að óþörfu klukkan hálf-fimm í morgun og gat með engu móti sofnað aftur, safnaði ég saman nokkrum myndum sem teknar hafa verið í Hafnarfirði og allra næsta nágrenni undanfarin tvö ár. En það er um það bil sá tími sem ég hef átt myndavél, ef frá eru talin síðustu tvö árin í barnaskóla og það fyrsta í gagganum.

 

Hér að neðan er svolítið sýnishorn úr Hafnarfjarðarmöppunni, en ég er líka að fara í gegn um Siglufjarðarmyndirnar sem teknar voru á dögunum. Þær verða væntanlega "mættar" hingað innan tíðar.

 

Að lokum: Endilega setjið loppufar ykkar í gestabókina á nýju síðunni.







              



























             



















Og fleiri Hafnarfjarðarognágrennismyndir eru í "Hafnarfjarðarmöppu" ef þú smellir á "myndaalbúm."

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 115
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 161
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 317258
Samtals gestir: 34690
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 16:31:59
clockhere

Tenglar

Eldra efni