18.07.2007 10:30

Júlíferð á Sigló, - seinni hluti.

387. Þegar ég skrapp á Sigló um helgina, var ég með sæþotuna í eftirdragi sem Haukur var nýbúinn að kaupa. Hann sem var nýlega kominn af sjónum, var svo snoðaður að ég ætlaði varla að þekkja piltinn. Bítlakynslóðargenið frá föðurnum (mér) virðist sem sagt ekki vera að virka þegar kemur að hársöfnun á þeim aldri þegar rokklegt útlit til höfuðsins er það sem mestu máli skiptir. Kannski lýsandi dæmi um breyttar áherslur í tímmanna rás sem mér er reyndar með öllu móti fyrirmunað að skilja. En nýja leikfangið komst norður á föstudeginum síðasta og það var ekki beðið mjög lengi með að sjósetja það og þeysa síðan um fjörðinn, enda aðstæður hinar ákjósanlegustu alla helgina. Ég fór niður í fjöruna í Hvanneyrarkróknum og síðan niður á Hafnarbryggju til að ná nokkrum skotum af "athöfninni."



Sjósetning og undirbúningur.



Allt að verða tilbúið.



Niður slétta sandfjöruna og út í báruna.



"Apparatið" lyftist af kerrunni sem er síðan dregin aftur upp á land.



Sett í gang.



Stórsvig um fjörðinn.



Talandi um svokallaðan "snertiflöt."



Þetta er svolítið meira en smávægilegur ýringur.



Farið fram hjá ljósmyndaranum sem stendur á bryggjunni á hægri ferð til að fá amk. eina mynd sem örugglega ekki hreyfð.

Þetta hlýtur að vera "ógeðslega" gaman.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 701
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 306267
Samtals gestir: 33231
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:33:52
clockhere

Tenglar

Eldra efni