02.01.2008 10:37

Gleðilegt árið 2008



435. Þrátt fyrir slæma veðurspá og að brennum hafi verið frestað alls staðar á höfuðborgarsvæðinu, virtust engin sérstök vandkvæði vera á því að skjóta upp flugeldunum á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Þeir rötuðu að venju sína leið, næstum því þráðbeint upp í loftið þar sem þeir sprungu með miklum ljósagangi alveg eins og til er ætlast. - Nema hvað.



Þegar sprengingum, blossum, sólgosum og ýlfri ragettanna fór að linna utandyra, var farið að sinna innri málum og málaflokkum. Laust upp úr miðnætti hringdi síminn og kunnugleg rödd bauð "árið" og bætti síðan við.
"Heyrðu, ég var að kaupa mér hljómborð og á alveg eftir að læra á það. Ertu ekki til í að líta aðeins við og prófa gripinn?"
Ég skildi alveg hvað klukkan sló og við feðgarnir og nafnarnir röltum niður á neðstu hæð með gítarinn hennar Minnýar. Þar safnaðist síðan smátt og smátt saman verulegur hluti íbúa stigagangsins og rúmlega það, og þar var spilað, sungnir nokkrir dúettar og trallað um stund. En ekki of lengi því hinir sem ekki mættu vilja kannski fá að halla sér, jafnvel þó það sé Nýjársnótt.

Ég ætlaði annars bara að segja GLEÐILEGT ÁRIÐ!   

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 465
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 316682
Samtals gestir: 34545
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:09:39
clockhere

Tenglar

Eldra efni