07.03.2008 21:54

Klemma.



454. Þegar ég átti leið um stigagang í fjölbýlishúsi þar sem ég kem alloft, rak mig í rogastans í eitt skiptið þegar ég sá það sem ég hélt í fyrstu vera stórslys. Ég tók andköf og ætlaði að hlaupa til og leggja þeim lið sem í hanskanum var, en áttaði mig þá á staðreyndum málsins. Einhver mun hafa verið að flýta sé um of og hreinlega gengið í gegn um dyrnar án þess að hafa fyrir því að opna. Við það sprakk út úr karminum ein og við var að búast, en einhverjum mun hafa komið í hug það snjallræði að taka upp hanskann hurðarinnar vegna. Og hanskinn reyndist mjög vel í þessu nýja hlutverki sínu. Svo vel að hann "ílentist í starfi" ef svo mætti segja og sinnti því með mikilli prýði í talsverðan tíma, og það má svo auðvitað læða því inn á milli línanna að það er jú smiður sem býr á staðnum. En því er ekki að neita að mér brá svolítið ónotalega í fyrsta skipti þegar sá þessa lokunartækni.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317806
Samtals gestir: 34818
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:10:33
clockhere

Tenglar

Eldra efni