17.04.2008 08:23
Karlinn á leigunni.
466. Þessa mynd mátti sjá í Mogganum í dag á bls. 32 eða nokkrum síðum aftan við minningagreinarnar. Ef einhver skyldi láta sér detta í hug að ég líti svona út vil ég koma afgerandi leiðréttingu á framfæri, bæði hér svo og alls staðar annars staðar sem ég get komið því við.
ÞETTA ER SKO ALLS EKKI ÉG!
En því má svo bæta við að Mogginn er ekki eini fjölmiðillinn sem tekur Laugarásvideó til umfjöllunar þessa dagana. Á "Okursíðu dr. Gunna" er að finna pistil merktan #384 þar sem til umræðu er útleiguverðl myndefnisins á staðnum. Og fyrir þá sem vilja kíkja á þá lesningu er slóðin http://this.is/drgunni/okur367-400.html
Skrifað af LRÓ.