15.11.2008 22:06

Bruni að Baldursgötu

512. Í dag var ég að ljúka við að setja upp innihurð á Hallveigarstíg þegar ég heyrði í fréttum klukkan fjögur að eldur væri laus í húsi við Baldursgötu í Reykjavík. Þar sem Baldursgatan er rétt handan við hornið stökk ég út og þreifaði í leiðinni í vasann eftir myndavélinni sem þar á alltaf að vera. Jú, hún var þar og ég gekk eða kannski frekar skokkaði af stað. Að þessu sinni var það ekki einungis eðlislæg forvitni sem rak mig áfram, því ég á litla íbúð í húsi við umrædda götu. En eftir svolítinn spöl sá ég að eldurinn logaði ekki þar, heldur í húsi þar sem útigangsfólk hefur oft haldið til. Ég leitaði því að heppilegustu stillingunni á myndavélinni og skaut nokkrum "flassandi" skotum í áttina að hinu brennandi húsi, en það var reyndar farið að dimma nokkuð svo myndirnar bera þess lítillega merki. 
Og hér eru nokkrar þeirra...










Á visir.is mátti svo sjá eftirfarandi klausu.

Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins á Baldursgötu en þar kviknaði í yfirgefnu húsi. Töluverðan tíma tók að ráða niðurlögum eldsins en engin hætta var á því að hann læsti sig í önnur hús í hverfinu. Að sögn lögreglu er verið að rannskaka eldsupptök. Ekkert rafmagn var í húsinu og því beinist grunur að því að kveikt hafi verið í því.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480773
Samtals gestir: 53306
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 03:50:41
clockhere

Tenglar

Eldra efni