24.11.2008 12:54

Gunni Rögg.



515. Ég rakst á þessa mynd fyrir allnokkru síðan í gömlum kassa uppi á háalofti á Aðalgötunni á Siglufirði og fór með hann og allt sem í honum var suður yfir heiðar. Ég gaf mér góðan tíma til að fara yfir innihaldið, henti síðan sumu en hirti annað og er núna búinn að skanna talsvert af myndum sem þar var að finna.
En þetta er Gunnar Rögnvaldsson eða Gunni Rögg (fæddur 1956) sem bjó á Siglufirði fram til 12 ára aldurs. Hann er sonur Rögnvalds Rögnvaldssonar vörubílstjóra og Guðrúnar Albertsdóttur og mig minnti að fjölskyldan hefði búið einhvers staðar á Hólaveginum, en nú hafa mér borist þær upplýsingar frá Magga Guðbrands að það hefði verið við Hlíðarveg 6.

Hann hefur búið í Danmörku s.l. tvo og hálfan áratug eða svo, en segist stefna á að flytja aftur heim innan tíðar. Hann stundaði nám í hagfræði við háskólann í Árósum en hefur undanfarin ár starfrækt eigið ráðgjafafyrirtæki þar ytra.

En Gunni Rögg hefur mjög ákveðnar skoðanir á ESB og skefur ekkert utan af því þegar hann skrifar um Evrópubandalagið og Evrusvæðið. 

 

Og fyrir þá sem vilja kíkja á skrif hans er slóðin http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589301
Samtals gestir: 60005
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:37:15
clockhere

Tenglar

Eldra efni