25.11.2008 12:12

Tunnuverksmiðjukarlar.



516. Ég er að skanna
talsvert af gömlum myndum þessa dagana sem ég fann uppi á háalofti norður á Siglufirði. Við fyrstu skoðum virðist fullljóst að þetta efni hefur bæði verið talsvert gleymt og þó nokkuð grafið um árabil. Þessar myndir eru ýmist frá sjálfum mér frá því á bilinu fyrir 20-40 árum síðan, eða úr fórum afa og ömmu og þá sumar hverjar teknar snemma á öldinni sem leið. Ég geri því ráð fyrir að einhver hluti þessarra endurfundnu heimilda úr fortíðinni komi til með að skreyta bloggsíðuna af og til a.m.k. næstu vikurnar. Myndin hér að ofan gæti verið tekin í tunnuverksmiðjunni einhvern tíman í kring um 1970, en þar unnu allir þessir ágætu menn.

 

Frá vinstri talið:
Óli (Ólafur Magnússon) eiginmaður Júllu Möggu og faðir Adda Óla rafvirkja og Siggu (Sigga Jóns og Ingu á Eyri.)
Leó móðurafi minn (Minný Leósdóttir 1934-2002) og einnig faðir Gunnars Leóssonar pípulagningamanns frá Bolungarvík (1933-1994). Jökulfirðingur að uppruna, en hitti ömmu (Sóley Gunnlaugsdóttir) í síldinni 1933 og umbreyttist í Siglfirðing í beinu framhaldi af því án þess þó að gleyma eða afneita uppruna sínum.
Jón á Nesi (eiginmaður Soffíu á Staðarhóli) ásamt fjölskyldu bjó eins lengi og ég man aftur í tímann, í litla húsinu við Hvanneyrarbrautarendann fyrir neðan brekkuna sem liggur upp í Gryfjur. Afkomendur hans eru Þórður fyrrv. verksmiðjustjóri, Margrét, Björn, Snorri, Ásmundur (bekkjarbróðir minn), Ingibjörg og Sigga. Í dag býr Ásmundur á Akureyri, Ingibjörg og Sigríður á Húsavík og Snorri á Seyðisfirði, en ekki veit ég um aðra.

Ekki veit ég hver ljósmyndarinn hefur verið og væru upplýsingar um það vel þegnar ef einhver býr yfir þeim.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 292
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495669
Samtals gestir: 54686
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 13:59:18
clockhere

Tenglar

Eldra efni