07.02.2009 11:06

Blár opal.



537. Nokkuð langt um liðið síðan hægt var að skreppa út í sjoppu og kaupa bláan opal, en það var um haustið 2005 sem framleiðslunni var endanlega hætt. Ásæðan var sú að aðal bragðefnið fékkst ekki lengur þar sem það innihélt örlítinn vott af klór og hafði því verið bannað. 

Það var svo á dögunum að tveir pakkar voru boðnir til kaups á selt.is sem er nokkurn vegin hin íslenska og allmikið smækkuð útgáfa af E-bay og hún Minný lét það tækifæri ekki fram hjá sér fara og keypti þá. Verðið var öllu hærra en áður en þeir voru komnir fram yfir síðasta söludag, eða aðeins 5.500 kr.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495898
Samtals gestir: 54728
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:47:04
clockhere

Tenglar

Eldra efni