10.02.2009 20:21
Nokkrar hálsæfingar með meiru...
538. Prófaðu að horfa fast á svarta punktinn í miðri myndinni og hafðu augun vel á honum. Hallaðu síðan undir flatt til hægri en gættu þess að sleppa ekki augunum af punktinum. Hallaðu síðan jafnmikið undir flatt til vinstri og horfðu alltaf á jafn fast á hann. Afur til hægri, síðan vinstri o.s.frv.
...Hvað gerist?
Fann þennan á Húnahorninu af öllum stöðum...
Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas.
Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn.
"Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"
Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri og dimmri rödd.
"Áður en þú segir þennan brandara, góði
Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona.
Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló, með svarta beltið í karate og ég er ljóshærð.
Konan við hliðina á mér er ljóshærð og Íslandsmeistari í lyftingum.
Konan sem situr hinum megin við þig er líka ljóshærð og er Íslandsmeistari í vaxtarækt.
Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"
Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið.
"Nei, ætli það", segir blindi maðurinn, "Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."
Til að auðvelda skilning svokallaðra nörda á því hvernig þessi græja virkar, þá var þessi skýringarmynd gerð og yfirfærð á það sem kallast skiljanlegt mál fyrir þennan hóp manna.
Áformað var að Bítlarnir gengju aftur yfir Abbey road mörgum, mörgum árum síðar. Að þessu sinni sáu John og George sér ekki fært að mæta og sendu sameiginlegan fulltrúa sinn.
Ljóskan fer auðvitað eftir því sem stendur á skiltinu, enda er boðskapurinn alveg skýr og ótvíræður. Aðrar mættu gjarnan taka sér hana til fyrirmyndar.
Gas, gas, gas... Eitthvað fyrir lögguna...
Vér sem klífum fjöll af kappi fremur en forsjá...
Dönsum fugladansinn,
dýrum gefum brauð.
Látum fuglafansinn,
á frera landsins ekki líða nauð...
Lykilorðið takk - ef þú vilt komast inn...