14.04.2009 12:09

Siglfirðingahittingur 2009

558. Nú er öðru sinni hafinn undirbúningur undir Siglfirðingahitting á Catalinu við Hamraborg, en til stendur að endurtaka leikinn frá því í fyrra og helst auðvitað að gera enn betur. Stefnan er sett á 23. maí, en þá helgi er haldið upp á afmæli Síldarbæjarins mikla og verður hið árlega Siglfirðingakaffi t.a.m. daginn eftir þ. 24. í Grafarvogskirkju. Í fyrra hittist myndarlegur hópur á staðnum og stigu þar á svið nokkrir sveitungar vorir, en myndirnar hér að neðan eru síðan þá.


Selma Hauks.


Maggi Guðbrands.


Leó Ingi.


Kristbjörn Bjarna.

Nánari umfjöllun um ballið í fyrra er að finna á slóðinni http://leor.123.is/blog/record/247658/ 
ásamt heilmiklu af myndum.


Byrjað er að raða saman svolítilli dagskrá og eru allar ábendingar vel þegnar, annað hvort sem kommentum, í síma 863-9776 eða á
leor@simnet.is
Eins og í fyrra er hér á ferðinni 100% sjálfboðavinna unnin af fórnfúsum höndum, jákvæðu hugarfari og þöndum raddböndum, en það er m.a. forsenda þess að frítt verður inn á staðinn og mæting að öllum líkindum betri á þessum síðustu tímum.
Nánar verður svo fjallað um málið í fréttablaði Siglfirðingafélagsins og víðar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 481022
Samtals gestir: 53317
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 09:49:11
clockhere

Tenglar

Eldra efni