17.05.2009 16:07

Nokkur orð um Júróvisjón



566. Samkvæmt niðurstöðum á veðmálavefnum Ladbrokes sem Bretum þykir víst þó nokkuð áreiðanlegur, áttum við að að lenda í 8. sæti en þeir sjálfir í 2. Raunin varð sú að Bretar enduðu í 5. sæti. Annars vekur það sérstaka athygli mina hvað Grikkir voru "neðarlega" miðað við flestar spár eða í 7. sæti og aðeins með 120 stig, en margoft hafði heyrst að Gríska lagið væri jafnvel líklegt til að keppa við það Norska um toppsætið.  

Óhófleg bjartsýni hefur hingað til verið helsta einkenni okkar á klakanum en nú virðist það alveg hafa snúist við sem er auðvitað mjög skemmtileg tilbreyting. Það var auk þess ekki hægt annað en að dást að því hvað þessi 18 ára gamla stelpa var hreint órtúlega svöl á sviði og söng af miklu öryggi. En ég er greinilega ekki einn um að vera aðdáandi Jóhönnu eins og sjá má á hreint órtúlegu myndbandi frá Furkan Cinar, en slóðin þangað er http://b2.is/?sida=tengill&id=317227

 

Og til gamans fyrir þá sem vilja bera spá Ladbrokes saman við hinar endanlegu niðurstöður þá var hún eftirfarandi:

 

Noregur - Alexander Rybak

Bretland - Jade

Grikkland - Sakis Rouvas

Tyrkland - Hadise

Aserbaídjan - Aysel * Arash

Bosnía & Herzegóvína - Regina

Ukraína - Svetlana Loboda

Ísland - Johanna Gudrun Jonsdottir

Frakkland - Patricia Kaas

Svíþjóð - Malena Ernman

Eistland - Sandra Nurmsalu/Urban Symphony

Þýskaland - Alex Swings, Oscar Sings

Malta - Chiara

Albanía - Kejsi Tola

Armenía - Inga * Anush

Danmörk - Brinck

Finnland - Waldo's People

Moldóvía - Nelly Ciobanu

Spánn - Soraya

Portúgal - Flor-de-Lis

Rúmenía - Elena Gheorghe

Rússland - Anastasia Prikhodko

Litháen - Sasha Son

Ísrael - Noa and Mira Awad

Króatía - Igor Cukrov

 

En úrslitin urðu þessi:


Noregur - 387 stig

Ísland - 218 stig

Aserbaídjan - 207 stig

Tyrkland - 177 stig

Bretland - 173 stig

Eistland - 129 stig

Grikkland - 120 stig

Frakkland - 107 stig

Bosnía & Herzegóvína - 106 stig

Armenía - 92 stig

Rússland - 91 stig

Úkraína - 76 stig

Danmörk - 74 stig

Moldóvía - 69 stig

Portúgal - 57 stig

Ísrael - 53 stig

Albanía - 48 stig

Króatía - 45 stig

Rúmenía - 40 stig

Þýskaland - 35 stig

Svíþjóð - 33 stig

Malta - 31 stig

Litháen - 23 stig

Spánn - 23 stig

Finnland - 22 stig.

 

Það má svo gjarnan fylgja að það var loksins upplýst í gærkvöldi að Ísland var í efsta sæti og næst á undan Tyrklandi í undankeppninni þó að það hafi verið lesið upp síðast.



Viðbót.
Það hefur ekki farið mikið fyrir atvikinu í fréttum en þegar liðnar voru 2.35 min.af Norska sigurlaginu sést ef vel er að gáð hvar einn dansarinn sparkar af sér öðrum skónum sem endar flugferð sína meðal áheyrenda.
Slóðin er http://www.youtube.com/watch?v=uiH4BFTELME

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480837
Samtals gestir: 53309
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 04:33:36
clockhere

Tenglar

Eldra efni