12.06.2009 18:19

Nokkur orð frá Flugumýri



572. Nú eru liðnir allmargir dagar
frá því að ég lagði upp frá Hafnarfirði norður á Sigló. Ferðaáætlunin átti þó eftir að breytast svo um munaði því ég beygði upp afleggjarann að Flugumýri til að betla kaffisopa og kannski "meððí" hjá henni Margréti systur minni og Ingimar bónda. En þannig hittist á að búið var að kaupa nýjan mjólkurtank og lá fyrir að koma honum fyrir til frambúðar inni í mjólkurhúsi, en áður en það gæti gerst þurfti húsnæðið nokkurra endurbóta við. Ég er því svona tæknilega séð enn í "kaffi" á Flugumýri og í dag er sjöundi dagur heimsóknarinnar að líða hjá. Búið er að rífa niður úr lofti og setja upp í það aftur, laga veggi og mála og flísaleggja gólfið. Verkinu er lokið og ég er aftur á leið á Sigló þar sem ég ætla að vera í alla vega viku til viðbótar uppi á háalofti að smíða. Myndavélin er að fyllast af myndum sem verða væntanlega komnar hingað upp úr 20. þ.m. og  verður mig eflaust farið að lengja verulega eftir að berja þær augum á skjá þegar sá tími kemur. Dvölin í sveitinni hefur verið mikil upplifun og hið daglega bras mjög ólíkt því sem ég gerði mér í hugarlund. Hér gerast hlutir með öðrum og ólíkum hætti en í þéttbýlinu og í fyrsta sinn á æfinni hef ég hugleitt að það hefði líklega verið með öllu óvitlaust ef ég hefði gerst bóndi hér á árum áður. 

Skrifað á Flugumýri 12. júní.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 748
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496125
Samtals gestir: 54750
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 20:45:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni