17.11.2009 09:14

Egilssíld til sölu.



594. Ég varð ekki lítið hissa þegar ég leit inn á fasteignir.is í morgun. Ég hugsaði með mér að svo bregðist krosstré o.s.frv., því sumt hefur verið óumbreytanlegt í huga okkar Siglfirðinga árum og jafnvel áratugum saman rétt eins og Gimbraklettarnir eða Hvanneyrarskálin. Ég man ekki eftir öðru en að Egilssíld hafi alltaf verið á sínum stað og einhvern vegin aldrei leitt hugann að því að það geti nokkurn tíman breyst. En nú hefur fyrirtækið verið sett á sölu og rétt er því að benda á að vissast er fyrir velunnara afurða þess að fara nú að hamstra ef vera skyldi að framleiðslan yrði torfengin áður en langt um líður. Reyndar hefur dreifingin ekki verið nægilega góð undanfarin ár því ég hef nokkrum sinnum þurft að leita bæði víða og lengi hérna á suðvesturhorninu að reyktri Egilssíld sem þeir sem til þekkja vita að er hið mesta lostæti.
En það tók þó steininn úr í sumar þegar ég í tvígang leitaði að Egilssíld í SAMKAUPUM Á SIGLUFIRÐI án árangurs, en stórkaupmaðurinn Eysteinn klikkaði hins vegar ekki.

En ef einhver vill fræðast nánar um fyrirhugaða sölu Egilssíldar er slóðin til þeirra upplýsinga
http://www.fasteignir.is/fasteignir/eign/137710/

En lengi má manninn reyna og alltaf skal eitthvað verða til að koma okkur rækilega á óvart. Annað sem kom mér gjörsamlega í opna skjöldu í dag voru þeir tónar sem hljómuðu eftir að ég smellti á http://www.youtube.com/watch?v=O88k4i6pF1A Váááá maður...!

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317926
Samtals gestir: 34853
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:15:28
clockhere

Tenglar

Eldra efni