04.01.2010 16:53
Nokkur orð um Kínverskt réttarfar
608. Það er ekki ofsögum sagt um Kínverja að þeir eiga ekkki vanda til að eyða meira fé og fyrirhöfn en nauðsynlegt er í að rannsaka sakamál sem upp koma, dæma í þeim og fullnægja síðan dómnum. Hér er eitt lítið dæmi um hvernig Kínverskt "réttarfar" virkar.
-
Mannræningi heldur ungum dreng í gíslingu og hótar að drepa hann verði ekki gengið að kröfum hans.
"Samningamaður" er sendur á staðinn og tilgangur hans er að freista þess að leysa málið með ásættanlegum hætti fyrir alla aðila og lágmarks fjárútlátum.
Hann kemur sér fyrir á hentugum stað og mannræninginn lýsir kröfum sínum.
Mannræninginn verður fyrir truflun innan úr húsinu og einbeiting hans minnkar.
Samningamaðurinn skýtur þá mannræningjann í höfuðið.
Og hann skýtur hann aftur sem í þessu tilfelli er óþarfi því fyrra skotið hefði dugað.
Mannræninginn veltur út um gluggann og hafnar á stéttinni fyrir neðan húsið.
"Skrokkurinn" er fjarlægður af vettvangi, komið fyrir í líkhúsi og ættingjar síðan beðnir um að sækja líkið.
Kostnaður við alla aðgerðina nemur innan við 1.000 kr. íslenskum.
Hefði mannræninginn hins vegar verið handsamaður, hefðu beðið hans réttarhöld og hann væntanlega dæmdur til dauða. Dauðadómum í Kína er yfirleitt fullnægt með byssuskoti í höfuðið svo augljóst er að þarna hefur orðið verulegur sparnaður.
Gott fyrir Kínverska hagkerfið / END OF STORY.
Það tók kínverskan dómstól u.þ.b. 30. mínútur að dæma Bretann Akmal Shaikh til dauða fyrir heróinsmygl, en hann er sem kunnugt er af fréttum undanfarið fyrsti Evrópubúinn sem tekinn er af lífi í Kína í meira en hálfa öld.
Ekki þóttu það neinar málsbætur þó að Shaikh þjáðist af svokallaðri tvíhverfri lyndisröskun, sem hefði e.t.v. gert hann ósakhæfan annars staðar. Skemmd epli skulu fjarlægð úr hinum himneska Kínverska aldingarði sama hvers eðlis skemmdin er.
En ef sami atburður og myndirnar hér að ofan sýna hefði átt sér stað á vesturlöndum, hefði verið farið talsvert öðruvísi að.
1. Svæðið hefði verið girt af og íbúar nærliggjandi húsa fluttir á brott.
2. Atvinnustarfsemi (ef einhver hefði verið) í hverfinu hefði lamast a.m.k. einn dag.
3. Annar dagur hefði svo farið í að veita fjölda fólks áfallahjálp.
4. Það hefði tekið samningamanninn 10-15 tíma að tala mannræningjann til.
5. Hann hefði síðan að sjálfsögðu fengið "sanngjörn réttarhöld" sem hefðu kostað eins og einn tug milljóna eða svo.
6. Hann fengi eflaust langan fangelsisdóm sem þýðir frítt fæði, ókeypis læknisþjónustu, húsnæði og jafnvel menntun um ótalin ár.
7. Að lokinni afplánun er alveg viðbúið að hann haldi áfram á glæpabrautinni þar sem frá var horfið og sagan mjög líklega endurtekið sig.
En það er nú kannski óþarfi að setja þetta akkúrat upp svona eða hvað...?