06.01.2010 01:19
Heimilistæki fortíðarinnar
609. Ég átti nýlega erindi í hús þar sem ýmis konar heimilistæki bar fyrir augu sem aldurs síns vegna eru líklega orðin heldur sjaldgæf nú til dags. Og þar sem ég hafði leyfi húseiganda til að mynda allt sem fyrir augu bar, gerði ég það alveg svikalaust og hér má sjá svolítið sýnishorn úr leiðangrinum.
Við fyrstu sýn áttaði ég mig ekki á því hvað tæki þessu væri ætlað að gera, en við nánari skoðin sá ég að það gat eiginlega ekki verið neitt annað en þvottavél.
Þetta hlýtur að vera deluxe týpan af Rafha eldavél eða einhverri sambærilegri tegund. Tvíbreið með gormahellum, plötugeymslu og hólfi til að halda heitu var mér sagt. Þarna var líka gamalt kolagrill af gerð og lögun sem hvergi sést núorðið svo og risastór Westinghouse ísskápur...
Ég neita því ekki að þetta var svolítið eins og að fara á rúntinn með tímavél, en staldra við á leiðinni og taka svolítið breik einhvern tíma í kring um 1940.
Ég neita því ekki að ég hafði gaman af því sem þarna var að sjá og vonandi hafa það fleiri...
Við fyrstu sýn áttaði ég mig ekki á því hvað tæki þessu væri ætlað að gera, en við nánari skoðin sá ég að það gat eiginlega ekki verið neitt annað en þvottavél.
Þetta hlýtur að vera deluxe týpan af Rafha eldavél eða einhverri sambærilegri tegund. Tvíbreið með gormahellum, plötugeymslu og hólfi til að halda heitu var mér sagt. Þarna var líka gamalt kolagrill af gerð og lögun sem hvergi sést núorðið svo og risastór Westinghouse ísskápur...
Ég neita því ekki að þetta var svolítið eins og að fara á rúntinn með tímavél, en staldra við á leiðinni og taka svolítið breik einhvern tíma í kring um 1940.
Ég neita því ekki að ég hafði gaman af því sem þarna var að sjá og vonandi hafa það fleiri...
Skrifað af LRÓ.