11.02.2010 17:29

Gamalt & nýtt



612. Háaldraður maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.
Mér hefur aldrei liðið betur, ég á einbýlishús, lítið fyrirtæki og Benz og gengur þess utan allt í haginn.
Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar.

Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo:
Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður og hann sleppti aldrei nokkurn tíma veiðitímabili.

Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðinn fyrir riffilinn sinn.
Þegar hann var kominn langt inn í skóginn, þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn sem gerði sig líklegan til að ráðast á hann.
Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang, björninn dettur niður steindauður.

Það er óhugsandi sagði gamli maðurinn hugsandi og klóraði sér í skallanum, einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.

Já svaraði læknirinn dræmt, það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja.

 

Því er svo við að bæta að ég rakst á eftirfarandi línur.

"Að finna hina einu sönnu ást í London er erfiðara en mörgum grunar. Allavega vill hagfræðingurinn Peter Backus meina það. Backus kennir hagfræði í Warwick-háskólanum. Hann hefur reiknað út að hann eigi 0.00034 prósent möguleika á upplifa hina einu sönnu ást í London. Hann notar sömu Drake-jöfnu við útreikninginn og vísindmenn notast við til að reikna út mögulegan fjölda geimvera í okkar stjörnukerfi".

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 634
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 306200
Samtals gestir: 33228
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:53:39
clockhere

Tenglar

Eldra efni