03.03.2010 13:15

Hver var þessi Gunna?

620. Ég rakst á þessa hráslagalegu ferðalýsingu á einu netflakkinu, en hún birtist í Norðra þann þriðja dag ágústmánaðar árið 1906. Það svífur öllu minni rómntík yfir vötnunum í þessari frásögn en svo oft má lesa í hástemmdum lýsingum frá þessu mesta ævintýri allra íslenskra ævintýra. Líklega hefur rósrauða áferðin varðveist betur í minningum margra þeirra sem lifðu þetta tímabil, en sá hluti litrófsins sem er dekkri og dapurlegri. Það sem miður fór er annað hvort gleymt eða það hafa verið fundnir á því nýir og jákvæðari fletir.

"Manstu hvað við vorum rosalega sjóveik þegar við fórum með henni á Gunnu til Sigló"...?

Það var örugglega ekkert gaman meðan á ferðinni stóð, en það má vel brosa að öllu saman þegar hún er rifjuð upp einhverjum áratugum síðar.

Svona atburðirnir eiga það nefnilega til að taka algjörum stakkaskiptum þegar tímans tönn hefur nagað utan af þeim verstu hnúturnar.
En man einhver eftir að hafa heyrt af fólksflutningaskipi sem hét Guðrún?




Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 725
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 306291
Samtals gestir: 33231
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:54:30
clockhere

Tenglar

Eldra efni