15.03.2010 19:54

Alveg eins og jójó



621. Fyrir fáeinum dögum skrapp ég norður á Sigló en staldraði stutt við. Nú er verið að leggja aftur af stað á heimaslóðir og aftur verður stoppað mjög stutt við, eða aðeins fram að helgi. Eftir helgina verður svo haldið af stað eina ferðina enn, og eins og áður stoppað við í 3-5 daga.
En nánar um það næst...

- - -

Viðbót.


Bergþórugata 51.

Ástæðan fyrir öllu "jójóinu" er að nýlega skipti ég á 40 fermetra ósamþykktu íbúðarrými í kjallara við Bergþórugötu í Reykjavík og húsi á Siglufirði. Íbúðarrýmið sem samanstendur af tveimur stökum herbergjum með eldunaraðstöðu, hefur nýst mér illa eða reyndar ekkert sl. tæp tvö ár, þar sem ekki hefur náðst samkomulag um nauðsynlegar endurbætur á hreinlætisaðstöðu í sameign sem íbúðin þarf að hafa aðgengi að. En nánar um það mál síðar...


Suðurgata 46

Húsið sem ég fékk svo í staðinn, er öllu stærra eða heilir 210 fermetrar. Íbúðin (150 fermetrar) á efri hæðinni er í mun betra standi en ég átti von á, en sú á neðri hæðinni (60 fermetrar) því sem næst við fokheldismörk. Það er því margt handtakið framundan og mér þykir ekki slæmt að sjá fram á að ég muni því dvelja meira og minna fyrir norðan fram eftir árinu. En það er líklega vægt til orða tekið að það sé
talsverður munur á fermetraverðinu, hann er með ólíkindum.

En svo er hitt að það þarf oftast að skjótast suður um helgar til að spila og sinna ýmsum öðrum málum þeim megin á landinu.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 383
Samtals flettingar: 480773
Samtals gestir: 53306
Tölur uppfærðar: 5.12.2024 03:50:41
clockhere

Tenglar

Eldra efni