25.06.2010 15:48

Tryggvi Hubner á Catalinu


Tryggvi Hubner

633. Þá er enn ein Siglufjarðarferðin á enda og skríbentinn kominn á suðvesturhornið á ný, m.a. til að spila á Catalinu um helgina. Illa horfði þó um tíma með spilamennskuna, því meðspilarann og gítarleikarann Birgir Jóhann forfallaðist. Það var þá þegar hafin leit að staðgengli hans sem bar árangur eftir allmörg símtöl og talsverðar spegulasjónir. Sá heitir Tryggvi Hubner og er ekki af verri endanum svo ekki sé dýpra í árina tekið. Hann hefur á sínum ferli komið víða við t.d. leikið með hljómsveitunum: Mátturinn og dýrðin, Stofnþel, Cabaret, Eik, Friðryk, Mannakornum, Geimsteini, Súld, Rokksveit Rúnna Júl, Pops, ásamt því að hafa spilað mikið með Bubba Mortens og meðal annars inn á fjölmargar plötur hans.

Þá má það alveg fylgja með að hann spilaði gítar inn á flest lög "Svona var á Sigló" diskanna hérna um árið.
Hann stundaði nám í klassískum gítarleik ofl. við Tónlistaskóla Kópavogs, Tónskóla Sigursveins, og Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir það fór hann til frekara gítarnáms á Spáni.
Hann rekur nú Gítarskóla Íslands (GÍS) ásamt Torfa Ólafsyni ásamt því að starfa sem tónmenntakennari í Garðabæ.
Það er því nokkuð ljóst að notkun vinnukonugripa verður með allra minnsta móti um helgina, en því meira um flott lick, riff og inprovisjóneraða sólkafla.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 641
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 306207
Samtals gestir: 33228
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:16:28
clockhere

Tenglar

Eldra efni