28.06.2010 04:39

Höfrungur III



636. Rakst á þessa mynd
á skemmtilegri og mjög svo fjölsóttri vestfiskri skipasíðu http://golli.123.is/ og staldraði auðvitað strax við hana þar sem hún var frá Siglufirði.

 

Með henni fylgdi eftirfarandi texti: Hér sjáum við Höfrung lll sigla smekkfullann af síld inn til Siglufjarðar á þjóðhátíðardaginn 17 júni 1966. Þarna er hann tveggja ára gamall en hann var smíðaður í Noregi 1964. Ekki veit ég hvar hann er niðukominn í dag en síðast hét hann Hafnarröst og var gerður út við strendur Afríku. Myndin er úr 70 ára afmælissögu HB&CO.

 

Við fyrstu sýn virðist manni hleðsla skipsins vera í meira lagi glannaleg svo ekki sé meira sagt. En þegar hugurinn leitar til þeirra liðnu ára þegar síld var enn söltuð á plönum upp á gamla mátann, rifjast það upp að þetta var í raun algeng sjón. Stundum mátti sjá mörg skip koma siglandi inn fjörðinn sama daginn, þannig að aðeins stýrishús, möstur og hvalbakur virtust vera ofansjávar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 317658
Samtals gestir: 34789
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:49:12
clockhere

Tenglar

Eldra efni