16.09.2010 07:19

Eyfirski söguhringurinn og híbýli mannanna



646 Á vef Akureyrarbæjar (undir fréttir frá 02.07.2009) er að finna eftirfarandi auglýsingu í greinarformi sem kallast "Eyfirski söguhringurinn." Að vísu finnst mér þessi hringur í þrengra lagi, en hugmyndin í sjálfu sér alveg ágæt.

"Skipulögðu ferðirnar sem hafa verið í boði með bátnum Húna II yfir sumartímann, njóta mikilla vinsælda, og bætist nú ný ferð í hópinn. Kallast hún "Eyfirski söguhringurinn" og er um fjögurra tíma ferð sem farin verður á fimmtudögum.

Húni II mun sigla með farþega til Hjalteyrar þar sem tekið verður á móti þeim með leiðsögn heimamanns. Eftir um klukkustundar stopp þar, er lagt er af stað með "sögu" rútu um athygliverða sögustaði á leiðinni til Akureyrar. 30 mínútna stopp verður á Möðruvöllum þar sem heimamenn taka á móti hópnum, sýna gestum kirkjuna og fleira, ásamt því að fræða þá um sögu staðarins.

Aðstandendur ferðarinnar eru Hollvinir Húna II, Sportrútan ehf., ásamt Verksmiðjunni á Hjalteyri, Kaffi-Lísu og Amtmannsetrinu á Möðruvöllum. Lagt verður af stað frá Torfunefsbryggju á Akureyri kl. 16.30 í dag, fimmtudag.
Sex ferðir verða í boði í sumar, 2. júlí, 9. júlí, 16. júlí, 30. júlí, 6. ágúst og 13. ágúst.

Að auki býður Húni II enn uppá hina vinsælu Sögusiglingarferð á föstudagskvöldum kl. 20.00 í sumar. Áhugaverð ferð með leiðsögumanni fyrir þá sem hafa gaman af að fræðast um þróun bæjarins, staðhætti og veiðiaðferðir fyrr og nú. Fræðslu og fróðleiksferð þar sem siglt er um innanverðan fjörðinn."

Svo er bara spurning hvort fjallhressir ferðaþjónustuaðilar í Fjallabyggð sjá sér hag í að "fá hana lánaða" (þ.e. hugmyndina) og yfirfæra síðan á aðstæður út við ysta sæ.



Árið 2008 var ég á Dýrafjarðardögum, en svo kallast bæjarhátíðin á Þingeyri sem er haldin fyrstu helgina í júlí. Þar var m.a. gengið um götur og saga gamalla húsa rifjuð upp svo og íbúa þeirra.



Gunnlaugur Magnússon fór fyrir hópnum og ljóst var að maðurinn var mikill viskubrunnur. Hugmyndin var hreint út sagt alveg frábær og ég hugsaði með mér að hún myndi henta vel á t.d. Síldarævintýri.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 512880
Samtals gestir: 55396
Tölur uppfærðar: 13.1.2025 18:58:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni