17.09.2010 23:39

Skreiðarhúsið

647. Þegar ég frétti að áformað væri að rífa gamla Skreiðarhúsið, hugsaði ég með mér að ég skyldi ekki klikka á að taka nokkrar myndir af "rifrildinu" meðan það stæði yfir. Ég náði því miður ekki fyrstu myndinni af húsinu fyrr en svolítið var farið að narta í það norðaustan til, en ég gat líka illa setið á strák mínum eins og fordæmi eru fyrir frá fyrri tíð. Ég laumaðist m.a. með myndavélina inn í húsið og upp á loft þar sem mestur hasarinn var, en slíkt er líklega alveg bannað. Og þar sem ég stóð á vaggandi loftinu kom heljarmikil krumla tækisins stundum óþægilega nálægt og kroppaði bárujárnið utan af grindinni. Sperrur og lektur voru síðan snyrtilega pikkaðar upp, flugu í fallegum boga gegn um loftið og enduði í lögulegum bing niðri á jörðinni. Það vakti athygli mína hve mikið var þarna inni af ýmis konar dóti þrátt fyrir að niðurrif hússins væri hafið, en annað hvort hefur það verið afskrifað fyrirfram alla leið niður í núll eða hinn lagni tækjamaður hugðist einfaldlega rífa húsið utan af því án þess að það yrði fyrir hnjaski.
Þó ekki væri hægt að segja að þetta 74 ára gamla hús hefði beinlínis eitthvert tilfinningagildi fyrir mig, hafði ég samt verið að vinna þarna á árunum fyrir og eftir tvítugt. Þannig var að svokallaður innri salur frystihússins náði inn í efri hæð Skreiðarhússins eftir stækkun þess fyrrnefnda, en þar hafði ég unnið um árabil og svo hafði ég einnig verið að vinna á neðri hæðinni við að pakka skreið.

Samkvæmt mínum heimildum var húsið byggt árið 1936 og þá sem mjölhús í tengslum við síldarverksmiðju SRN.

Og þó svo að fréttavefirnir siglo.is og siglfirdingur.is séu báðir búnir að gera málinu nokkur skil, þá get ég ekki stillt mig um að skjóta inn fáeinum myndum til viðbótar.







































Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495759
Samtals gestir: 54704
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:20:57
clockhere

Tenglar

Eldra efni